Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að tína ánamaðka?

Kristján Freyr Helgason

Án nokkurs efa er farsælast að tína ánamaðka á nóttunni þegar rignir. Verður það auðveldara eftir því sem rigningin er meiri og jarðvegurinn verður gegnsósa. Eins og áður hefur komið fram hér á Vísindavefnum, (í svari Jóns Más Helgasonar við spurningunni Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?) hrekjast ánamaðkar undan bleytunni upp á yfirborðið vegna þess að þeir „anda“ í gegnum húðina og bleytan gerir þeim erfiðara um vik.

Best er að finna ánamaðka ofan á jarðveginum með vasaljósi, en fara verður varlega að þeim því þeir skynja titring afar vel, og skjótast niður við minnstu hreyfingu. Því þurfa maðkatínslumenn að viðhafa fumlausar hreyfingar við tínsluna. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga að fuglar, eins og starrar og þrestir, eru meðal náttúrulegra óvina ánamaðka. Passa verður vel að slíta ekki ánamaðkinn og toga hann upp með lagni.

Reynsla maðkatínslumanna virðist benda til að mest sé um ánamaðk í vel hirtum görðum og laxveiðimenn, sem tína maðka í eigin lóðum, forðast í lengstu lög að nota tilbúinn áburð en nota húsdýraáburð þess í stað. Í miklum þurrkum kemur ánamaðkurinn ekki upp á yfirborðið og þá grípa menn stundum til þess ráðs að vökva garða til þess að kalla maðkinn upp. Oft getur þurft að vökva mikið og óþolinmóðir maðkatínslumenn geta keypt efnablöndur í veiðibúðum sem eiga að lokka ánamaðkinn upp. Einnig er þekkt að menn hafi sent rafstraum frá rafgeymum niður í jarðveginn. Hef ég fyrir satt að þetta gagnist en reynslan hefur kennt laxveiðimönnum að maðkur sem er fenginn upp með þessum aðferðum, er ekki jafn góð beita á öngli og maðkur sem tíndur er við kjörskilyrði.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ánamaðka hér á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið hér að neðan.

Mynd: British Livebearer Association

Höfundur

sjávarútvegsfræðingur

Útgáfudagur

24.3.2003

Spyrjandi

Már Höskuldsson

Efnisorð

Tilvísun

Kristján Freyr Helgason. „Hvernig er best að tína ánamaðka?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3273.

Kristján Freyr Helgason. (2003, 24. mars). Hvernig er best að tína ánamaðka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3273

Kristján Freyr Helgason. „Hvernig er best að tína ánamaðka?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að tína ánamaðka?
Án nokkurs efa er farsælast að tína ánamaðka á nóttunni þegar rignir. Verður það auðveldara eftir því sem rigningin er meiri og jarðvegurinn verður gegnsósa. Eins og áður hefur komið fram hér á Vísindavefnum, (í svari Jóns Más Helgasonar við spurningunni Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?) hrekjast ánamaðkar undan bleytunni upp á yfirborðið vegna þess að þeir „anda“ í gegnum húðina og bleytan gerir þeim erfiðara um vik.

Best er að finna ánamaðka ofan á jarðveginum með vasaljósi, en fara verður varlega að þeim því þeir skynja titring afar vel, og skjótast niður við minnstu hreyfingu. Því þurfa maðkatínslumenn að viðhafa fumlausar hreyfingar við tínsluna. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga að fuglar, eins og starrar og þrestir, eru meðal náttúrulegra óvina ánamaðka. Passa verður vel að slíta ekki ánamaðkinn og toga hann upp með lagni.

Reynsla maðkatínslumanna virðist benda til að mest sé um ánamaðk í vel hirtum görðum og laxveiðimenn, sem tína maðka í eigin lóðum, forðast í lengstu lög að nota tilbúinn áburð en nota húsdýraáburð þess í stað. Í miklum þurrkum kemur ánamaðkurinn ekki upp á yfirborðið og þá grípa menn stundum til þess ráðs að vökva garða til þess að kalla maðkinn upp. Oft getur þurft að vökva mikið og óþolinmóðir maðkatínslumenn geta keypt efnablöndur í veiðibúðum sem eiga að lokka ánamaðkinn upp. Einnig er þekkt að menn hafi sent rafstraum frá rafgeymum niður í jarðveginn. Hef ég fyrir satt að þetta gagnist en reynslan hefur kennt laxveiðimönnum að maðkur sem er fenginn upp með þessum aðferðum, er ekki jafn góð beita á öngli og maðkur sem tíndur er við kjörskilyrði.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ánamaðka hér á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið hér að neðan.

Mynd: British Livebearer Association...