Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 796 svör fundust
Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?
Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru. Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, ...
Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...
Eru til drekar á Íslandi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr? Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir ge...
Hvernig fiskur er langa?
Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...
Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...
Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?
Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...
Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?
Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni ...
Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?
Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeir...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?
Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúkdómur virðist fylgja v...
Hvað gera þjóðfræðingar?
Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...
Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?
Bræðurnir Roy (1893–1971) og Walt Disney (1901–1966) stofnuðu Disney-fyrirtækið í október árið 1923. Fyrstu myndirnar sem fyrirtækið framleiddi tilheyrðu myndasyrpu sem kallaðist á ensku Alice Comedies þar sem Lísa í Undralandi var einhverskonar fyrirmynd. Í myndunum lenda Lísa og kötturinn Júlíus í ýmsum ævintýru...
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Hvaðan kemur íslenska sauðféð?
Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...