Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?

Jónína Guðjónsdóttir

Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun.

Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeirra í tilraunaglösum, en það er hins vegar ekki hlaupið að því að sýna fram á áhrif rafsegulsviðs á menn. Það skýrist meðal annars af því hve margt annað í umhverfinu getur valdið sömu eða álíka einkennum. Einnig er rétt að hafa í huga að rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar.

Rafsegulgeislun fartölvu sem tengd er þráðlausu neti, flytur minni orku en geislun frá farsímum. Nokkur dæmi eru um að hiti frá fartölvum hafi skaðað húð og valdið varanlegum húðroða.

Nokkur dæmi eru um að hiti frá fartölvu sem hvílir á lærum hafi skaðað húðina og valdið varanlegum húðroða. Slíkur roði kemur fram við langvarandi hita sem þó er ekki svo mikill að húð brenni. Að lokum má geta þess að aukinn hiti getur haft óhagstæð áhrif á sæðisframleiðslu.

Um rafsegulgeislun og heilsufar fólks er víða fjallað í svörum á Vísindavefnum og er sérstaklega bent á svör sem hér eru til hliðar sem frekara lesefni.

Heimildir:
  • Gye MC, Park CJ. Effect of electromagnetic field exposure on the reproductive system. Clin Exp Reprod Med 2012;39(1):1-9.
  • Riahi RR, Cohen PR. Laptop-induced erythema ab igne: Report and review of literature. Dermatol Online J. 2012;18(6):5.
  • Garolla A et al. Seminal and molecular evidence that sauna exposure affects human spermatogenesis. Hum Reprod. 2013 Feb 14. [Epub ahead of print].

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

8.3.2013

Spyrjandi

Nemendur í bekk 102 í Hólabrekkuskóla

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64401.

Jónína Guðjónsdóttir. (2013, 8. mars). Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64401

Jónína Guðjónsdóttir. „Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64401>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?
Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun.

Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeirra í tilraunaglösum, en það er hins vegar ekki hlaupið að því að sýna fram á áhrif rafsegulsviðs á menn. Það skýrist meðal annars af því hve margt annað í umhverfinu getur valdið sömu eða álíka einkennum. Einnig er rétt að hafa í huga að rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar.

Rafsegulgeislun fartölvu sem tengd er þráðlausu neti, flytur minni orku en geislun frá farsímum. Nokkur dæmi eru um að hiti frá fartölvum hafi skaðað húð og valdið varanlegum húðroða.

Nokkur dæmi eru um að hiti frá fartölvu sem hvílir á lærum hafi skaðað húðina og valdið varanlegum húðroða. Slíkur roði kemur fram við langvarandi hita sem þó er ekki svo mikill að húð brenni. Að lokum má geta þess að aukinn hiti getur haft óhagstæð áhrif á sæðisframleiðslu.

Um rafsegulgeislun og heilsufar fólks er víða fjallað í svörum á Vísindavefnum og er sérstaklega bent á svör sem hér eru til hliðar sem frekara lesefni.

Heimildir:
  • Gye MC, Park CJ. Effect of electromagnetic field exposure on the reproductive system. Clin Exp Reprod Med 2012;39(1):1-9.
  • Riahi RR, Cohen PR. Laptop-induced erythema ab igne: Report and review of literature. Dermatol Online J. 2012;18(6):5.
  • Garolla A et al. Seminal and molecular evidence that sauna exposure affects human spermatogenesis. Hum Reprod. 2013 Feb 14. [Epub ahead of print].

Mynd:

...