Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?

Emma Karen Kjartansdóttir og Elísabet Ingadóttir

Bræðurnir Roy (1893–1971) og Walt Disney (1901–1966) stofnuðu Disney-fyrirtækið í október árið 1923. Fyrstu myndirnar sem fyrirtækið framleiddi tilheyrðu myndasyrpu sem kallaðist á ensku Alice Comedies þar sem Lísa í Undralandi var einhverskonar fyrirmynd. Í myndunum lenda Lísa og kötturinn Júlíus í ýmsum ævintýrum. Fyrsta mynd Disney-fyrirtækisins um Lísu nefndist Alice‘s Day at Sea og þar bregður Júlíusi rétt aðeins fyrir. Walt Disney hafði reyndar gert mynd um Lísu áður en þeir bræður stofnuðu fyrirtæki sitt en sú mynd fór ekki í dreifingu í kvikmyndahúsum. Hana má hins vegar sjá á YouTube. Myndirnar um Lísu eru ekki hreinræktaðar teiknimyndir þar sem Lísa er leikin persóna en Júlíus er aftur á móti teiknimyndapersóna.

Á eftir seríunni um Lísu komu teiknimyndir um heppnu kanínuna Ósvald (e. Oswald the Lucky Rabbit). Fyrsta myndin um Ósvald var frumsýnd árið 1927 en ári seinna skildu leiðir Disneys og Ósvaldar. Hægt er að sjá myndir með Ósvaldi á YouTube.

Veggspjald frá 50 ára afmæli Steamboat Willie 1978.

Kanínan Ósvaldur var forveri einnar frægustu persónu úr smiðju Disneys, Mikka mús. Áhorfendur fengu fyrst að kynnast Mikka mús í myndinni Steamboat Willie sem kom út árið 1928. Þetta var þriðja myndin sem gerð var um Mikka en sú fyrsta sem fór í almenna dreifingu. Myndin er merkileg fyrir þær sakir að hún er ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Hér er YouTube-hlekkur á Steamboat Willie.

Disney fyrirtækið var líka brautryðjandi í gerð teiknimynda í fullum lit en fyrsta myndin af því tagi var Flowers and Trees, frá árinu 1932. Sú mynd var fyrsta teiknimyndin til þess að vinna Óskarksverðlaun. Flowers and Trees er líka að finna á YouTube eins og svo margt annað.

Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd var Mjallhvít og dvergarnir sjö. Hún var frumsýnd árið 1937. Mjallhvít og dvergarnir sjö vann til Óskarsverðlauna og var upphafið að mörgum þekktum teiknimyndum sem fylgdu í kjölfarið.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2014

Spyrjandi

Matthías Jónasson, f. 1993

Tilvísun

Emma Karen Kjartansdóttir og Elísabet Ingadóttir. „Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10306.

Emma Karen Kjartansdóttir og Elísabet Ingadóttir. (2014, 13. júní). Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10306

Emma Karen Kjartansdóttir og Elísabet Ingadóttir. „Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10306>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?
Bræðurnir Roy (1893–1971) og Walt Disney (1901–1966) stofnuðu Disney-fyrirtækið í október árið 1923. Fyrstu myndirnar sem fyrirtækið framleiddi tilheyrðu myndasyrpu sem kallaðist á ensku Alice Comedies þar sem Lísa í Undralandi var einhverskonar fyrirmynd. Í myndunum lenda Lísa og kötturinn Júlíus í ýmsum ævintýrum. Fyrsta mynd Disney-fyrirtækisins um Lísu nefndist Alice‘s Day at Sea og þar bregður Júlíusi rétt aðeins fyrir. Walt Disney hafði reyndar gert mynd um Lísu áður en þeir bræður stofnuðu fyrirtæki sitt en sú mynd fór ekki í dreifingu í kvikmyndahúsum. Hana má hins vegar sjá á YouTube. Myndirnar um Lísu eru ekki hreinræktaðar teiknimyndir þar sem Lísa er leikin persóna en Júlíus er aftur á móti teiknimyndapersóna.

Á eftir seríunni um Lísu komu teiknimyndir um heppnu kanínuna Ósvald (e. Oswald the Lucky Rabbit). Fyrsta myndin um Ósvald var frumsýnd árið 1927 en ári seinna skildu leiðir Disneys og Ósvaldar. Hægt er að sjá myndir með Ósvaldi á YouTube.

Veggspjald frá 50 ára afmæli Steamboat Willie 1978.

Kanínan Ósvaldur var forveri einnar frægustu persónu úr smiðju Disneys, Mikka mús. Áhorfendur fengu fyrst að kynnast Mikka mús í myndinni Steamboat Willie sem kom út árið 1928. Þetta var þriðja myndin sem gerð var um Mikka en sú fyrsta sem fór í almenna dreifingu. Myndin er merkileg fyrir þær sakir að hún er ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Hér er YouTube-hlekkur á Steamboat Willie.

Disney fyrirtækið var líka brautryðjandi í gerð teiknimynda í fullum lit en fyrsta myndin af því tagi var Flowers and Trees, frá árinu 1932. Sú mynd var fyrsta teiknimyndin til þess að vinna Óskarksverðlaun. Flowers and Trees er líka að finna á YouTube eins og svo margt annað.

Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd var Mjallhvít og dvergarnir sjö. Hún var frumsýnd árið 1937. Mjallhvít og dvergarnir sjö vann til Óskarsverðlauna og var upphafið að mörgum þekktum teiknimyndum sem fylgdu í kjölfarið.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...