Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?

Nadia Margrét Jamchi og Heiða María Sigurðardóttir

Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona:

Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici-ætt giftist inn í frönsku konungsfjölskylduna árið 1533. Um 100 árum síðar réði Karl I Englandskonungur (1600-1649) til sín ísgerðarmann og borgaði honum fúlgur fjár til þess að halda uppskriftinni leyndri; þannig yrði þessi lúxusfæða einungis í boði fyrir hástéttina.

Þetta eru skemmtilegar frásagnir en líklega eru þær bara gróusögur sem fundnar voru upp af ísgerðarmönnum og íssölum 19. aldar, sem að sjálfsögðu vildu gera vöru sína áhugaverða í hugum fólks.

Að öllum líkindum hefur lengi tíðkast víða um heim að menn borði frosnar vörur á borð við ís. Svo virðist sem margar fornar þjóðir hafi lagt sér til munns bragðbættan snjó eða ís. Til að mynda er sagt að rómverski keisarinn Neró (37-68) hafi í þessum tilgangi látið senda eftir snjó ofan úr fjöllum og borðað hann með ávöxtum. Í sumum löndum voru byggð sérstök íshús þar sem hægt var að kæla matvæli til lengri tíma. Ís hefur svo þróast í gegnum aldirnar í takt við betri kælitækni fyrir matvæli.

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

21.7.2006

Spyrjandi

Albert Guðmundsson, f. 1997

Tilvísun

Nadia Margrét Jamchi og Heiða María Sigurðardóttir. „Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6077.

Nadia Margrét Jamchi og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 21. júlí). Í hvaða landi var ísinn fundinn upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6077

Nadia Margrét Jamchi og Heiða María Sigurðardóttir. „Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?
Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona:

Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici-ætt giftist inn í frönsku konungsfjölskylduna árið 1533. Um 100 árum síðar réði Karl I Englandskonungur (1600-1649) til sín ísgerðarmann og borgaði honum fúlgur fjár til þess að halda uppskriftinni leyndri; þannig yrði þessi lúxusfæða einungis í boði fyrir hástéttina.

Þetta eru skemmtilegar frásagnir en líklega eru þær bara gróusögur sem fundnar voru upp af ísgerðarmönnum og íssölum 19. aldar, sem að sjálfsögðu vildu gera vöru sína áhugaverða í hugum fólks.

Að öllum líkindum hefur lengi tíðkast víða um heim að menn borði frosnar vörur á borð við ís. Svo virðist sem margar fornar þjóðir hafi lagt sér til munns bragðbættan snjó eða ís. Til að mynda er sagt að rómverski keisarinn Neró (37-68) hafi í þessum tilgangi látið senda eftir snjó ofan úr fjöllum og borðað hann með ávöxtum. Í sumum löndum voru byggð sérstök íshús þar sem hægt var að kæla matvæli til lengri tíma. Ís hefur svo þróast í gegnum aldirnar í takt við betri kælitækni fyrir matvæli.

Heimild og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....