Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1218 svör fundust
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?
Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...
Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?
Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...
Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?
Saga Auschwitz (Oświęcim á pólsku) er viðamikil en hér eru rakin helstu atriðin sem skýra jafnframt þróun búðanna. Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru stofnaðar vorið 1940 og komu fyrstu fangarnir þangað í júní það ár. Búðirnar voru byggðar í gömlum pólskum herbúðum í bænum sem tilheyrði þá þýska rík...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...
Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?
Af spurningunni er ekki ljóst hvort átt er við stefnu "norðuljósageislanna", það er að segja lóðrétta stefnu, eða stefnu norðurljósaslæðunnar í heild sinni og verður því báðum spurningunum svarað. Eins og flestir hafa séð mynda norðurljósin stundum eins konar tjöld á himninum sem bærast til og frá. Þetta á þó ...
Hver var stærsta risaeðlan?
Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....
Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?
Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...
Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...
Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Brúnhýena (Hyena brunnea) Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið ...
Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið? Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugu...
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...
Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...
Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?
Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...