Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Af spurningunni er ekki ljóst hvort átt er við stefnu "norðuljósageislanna", það er að segja lóðrétta stefnu, eða stefnu norðurljósaslæðunnar í heild sinni og verður því báðum spurningunum svarað.
Eins og flestir hafa séð mynda norðurljósin stundum eins konar tjöld á himninum sem bærast til og frá. Þetta á þó bara við hluta norðurljósa. Tjöldin eru oft mynduð af mörgum "geislum" sem virðast teygja sig langt upp í himininn. Ástæðan fyrir þessum geislum er eftirfarandi:
Rafeindir og rótendir lenda í árekstrum í efri lofthjúpnum og örva þannig útgeislun ljóssins sem við sjáum, samanber svar Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Eindirnar fylgja segullínum jarðarinnar á leið sinni til eða frá jörðinni. Rafeindirnar og róteindirnar geta örvað útgeislunina í mismunandi hæð á braut sinni (yfirleitt milli 100 og 250 km) og því sjáum við þessa "geisla" í stefnu segullínanna. Segullínur þessar eru næstum lóðréttar á norð- og suðlægum slóðum og því eru "geislanir" nær lóðréttir líka.
Norðurljósaslæðan í heild sinni hefur ákveðna meðalstefnu. Eins og greint var frá í fyrrnefndu svari mynda norðurljósin kraga utan um segul-norðurpólinn. Kraginn er þó svo stór að erfitt er að sjá sveigju á honum og því er meðalstefna norðurljósaslæðunnar í segul-austur og -vestur. Það getur hins vegar oft verið erfitt að greina þessa stefnu, þar sem norðurljósin geta verið mjög flókin og óregluleg á smásæjum kvarða. Þau eru oft mjög iðukennd, en þegar frekar kyrrstæðar og beinar slæður eru sýnilegar, þá sést meðalstefna norðurljósanna nokkuð vel. Á Íslandi er til dæmis oft auðvelt að greina þessa stefnu.
Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1219.
Aðalbjörn Þórólfsson. (2000, 5. desember). Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1219
Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1219>.