Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

JGÞ

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:
Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.
Af þessu er ljóst að ekki má láta börn framkvæma neitt í auglýsingum sem getur talist hættulegt. Engar aðrar skorður eru settar í lögum við framkomu barna í auglýsingum enda kannski engar sérstakar ástæður til þess þar sem þáttaka þeirra þar er á ábyrgð forsjáraðila. Þeir geta því komið í veg fyrir að barn sé látið gera eitthvað í auglýsingum sem þeir telja að sé miður heppilegt.



Auglýsing frá Dagblaðasamtökum Bandaríkjanna þar sem aðalpersónurnar úr Njósnakrökkunum eiga að minna börn á það að blaðalestur sé leið til að uppgötva og fræðast um heiminn. Um leið er þetta auðvitað auglýsing fyrir kvikmyndina.

Í samkeppnislögum er einnig fjallað um börn sem áhorfendur og það er skýrt tekið fram að öll auglýsingagerð eigi að taka mið að því að börn eigi ef til vill eftir að sjá eða heyra auglýsingarnar. Í 22 gr. segir þetta:
  • Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim.
  • Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.

Umboðsmaður barna hefur beitt sér fyrir því að settar verði í reglugerð nánari almennar reglur um framkvæmd 22. gr. samkeppnislaga en Samkeppnistofnun hefur ekki talið ástæðu til þess. Um þetta má lesa í ársskýrslu umboðsmanns barna um störf á árinu 2001 sem er aðgengileg á pdf-sniði.

Í grein eftir Ástu Möller sem nefnist Íslenska, auglýsingar og börn er fjallað um auglýsingar og börn og þar eru tekin nokkur dæmi úr skýrslu umboðsmanns barna um árið 1999 sem benda til þess að ekki sé alltaf farið eftir 22. gr. samkeppnislaga.

Mynd: Newspaper Association of America

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.10.2003

Spyrjandi

Sandra Sigurjónsdóttir, f. 1985

Tilvísun

JGÞ. „Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?“ Vísindavefurinn, 23. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3816.

JGÞ. (2003, 23. október). Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3816

JGÞ. „Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3816>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:

Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.
Af þessu er ljóst að ekki má láta börn framkvæma neitt í auglýsingum sem getur talist hættulegt. Engar aðrar skorður eru settar í lögum við framkomu barna í auglýsingum enda kannski engar sérstakar ástæður til þess þar sem þáttaka þeirra þar er á ábyrgð forsjáraðila. Þeir geta því komið í veg fyrir að barn sé látið gera eitthvað í auglýsingum sem þeir telja að sé miður heppilegt.



Auglýsing frá Dagblaðasamtökum Bandaríkjanna þar sem aðalpersónurnar úr Njósnakrökkunum eiga að minna börn á það að blaðalestur sé leið til að uppgötva og fræðast um heiminn. Um leið er þetta auðvitað auglýsing fyrir kvikmyndina.

Í samkeppnislögum er einnig fjallað um börn sem áhorfendur og það er skýrt tekið fram að öll auglýsingagerð eigi að taka mið að því að börn eigi ef til vill eftir að sjá eða heyra auglýsingarnar. Í 22 gr. segir þetta:
  • Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim.
  • Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.

Umboðsmaður barna hefur beitt sér fyrir því að settar verði í reglugerð nánari almennar reglur um framkvæmd 22. gr. samkeppnislaga en Samkeppnistofnun hefur ekki talið ástæðu til þess. Um þetta má lesa í ársskýrslu umboðsmanns barna um störf á árinu 2001 sem er aðgengileg á pdf-sniði.

Í grein eftir Ástu Möller sem nefnist Íslenska, auglýsingar og börn er fjallað um auglýsingar og börn og þar eru tekin nokkur dæmi úr skýrslu umboðsmanns barna um árið 1999 sem benda til þess að ekki sé alltaf farið eftir 22. gr. samkeppnislaga.

Mynd: Newspaper Association of America...