Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?

ÞV

Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegundirnar hafa hver um sig lagað sig að því að lifa við tilteknar aðstæður af þessu tagi.

Ef við hugsum okkur til dæmis að menn helli tilteknum mengunarefnum í sjóinn á tilteknum stað, þá mun það auðvitað leiða til þess að tegundir sem þola ekki þessa mengun hverfa af staðnum. Það getur ýmist gerst með því að einstaklingarnir flytja sig á aðra staði eða með því að þeir deyja. Og svo er engan veginn víst að þetta eigi við um allar fisktegundir sem voru á þessu svæði; sumar þeirra lifa kannski áfram á sömu stöðum eins og ekkert hafi í skorist.

Ef við förum lengra frá þeim stað þar sem mengunin berst út í sjóinn þá verður styrkur mengunarefnanna í sjónum minni og minni þar til þau verða sem betur fer óskaðleg.

Hér þarf að hafa í huga að það er gríðarlega mikið vatn í sjónum og mundi því þurfa mjög mikið efni til að menga hann allan með tilteknu mengunarefni. Sem betur fer er slíkt ekki á næsta leiti sem betur fer. Á hinn bóginn þarf líka að hafa hugfast að mengunarefnin safnast stundum fyrir í fæðukeðjunni langt umfram það sem styrkur þeirra í sjónum gefur til kynna, samanber til dæmis kvikasilfur í stórfiskum.

En jafnvel þótt mönnum "tækist" að menga allan sjóinn með tilteknum efnum er líklegt að sumar tegundir væru ónæmar fyrir þessum efnum og mundu því lifa áfram eins og ekkert hefði í skorist. Engu að síður er ljóst að mikið tjón hefði orðið ef þetta gerist.

Fróðlegt er að skoða til samanburðar svar sama höfundar við spurningunni Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Íris Birgisdóttir

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4982.

ÞV. (2005, 4. maí). Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4982

ÞV. „Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?
Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegundirnar hafa hver um sig lagað sig að því að lifa við tilteknar aðstæður af þessu tagi.

Ef við hugsum okkur til dæmis að menn helli tilteknum mengunarefnum í sjóinn á tilteknum stað, þá mun það auðvitað leiða til þess að tegundir sem þola ekki þessa mengun hverfa af staðnum. Það getur ýmist gerst með því að einstaklingarnir flytja sig á aðra staði eða með því að þeir deyja. Og svo er engan veginn víst að þetta eigi við um allar fisktegundir sem voru á þessu svæði; sumar þeirra lifa kannski áfram á sömu stöðum eins og ekkert hafi í skorist.

Ef við förum lengra frá þeim stað þar sem mengunin berst út í sjóinn þá verður styrkur mengunarefnanna í sjónum minni og minni þar til þau verða sem betur fer óskaðleg.

Hér þarf að hafa í huga að það er gríðarlega mikið vatn í sjónum og mundi því þurfa mjög mikið efni til að menga hann allan með tilteknu mengunarefni. Sem betur fer er slíkt ekki á næsta leiti sem betur fer. Á hinn bóginn þarf líka að hafa hugfast að mengunarefnin safnast stundum fyrir í fæðukeðjunni langt umfram það sem styrkur þeirra í sjónum gefur til kynna, samanber til dæmis kvikasilfur í stórfiskum.

En jafnvel þótt mönnum "tækist" að menga allan sjóinn með tilteknum efnum er líklegt að sumar tegundir væru ónæmar fyrir þessum efnum og mundu því lifa áfram eins og ekkert hefði í skorist. Engu að síður er ljóst að mikið tjón hefði orðið ef þetta gerist.

Fróðlegt er að skoða til samanburðar svar sama höfundar við spurningunni Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?...