Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2516 svör fundust
Leggur ritstjórnin blessun sína yfir hið nýja eignarfall orðsins vefur, þ.e. „vefs“ í stað vefjar?
Við höfum þegar svarað þessu í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Beygist vefur ekki þannig: vefur - vef - vef - vefjar?...
Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...
Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?
Spyrjandi benti ennfremur á að Danir nota ks í staðinn fyrir x. Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefnist Fyrsta málfræðiritgerðin, er eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Höfundurinn setti sér það markmið að koma ...
Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?
Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...
Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?
Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghó...
Eru líkur á að íslenskan deyi út eins og sum önnur tungumál?
Vissulega hafa mörg tungumál dáið út í heiminum og mörg eru í hættu. Það er ekkert nýtt fyrirbæri. Hetítar voru til dæmis voldug indóevrópsk þjóð sem bjó í Litlu-Asíu um það bil 2400 til 1200 f.Kr. Mál þeirra er elsta mál sem heimildir eru um af indóevrópsku málaættinni en íslenska telst einnig til hennar. Sagnir ...
Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?
Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...
Hvaðan kemur orðið skriðdreki?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...
Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?
Spurningin í heild sinni var svohljóðandi: Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta? Mismunandi hefðir eru í heiminum u...
Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?
Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu? þá gefur Íslensk orðtíðnibók (1991) þær upplýsingar að eftirfarandi orð séu þau tíu algengustu í íslensku: og vera að í á það hann ég sem hafa Í spurningunni sem hér er leitast við að svara e...
Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...
Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?
Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...
Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...