Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1214 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?

Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...

category-iconVeirur og COVID-19

Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?

Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...

category-iconLögfræði

Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?

Lögreglan framkvæmir ítarlega rannsókn og aflar svokallaðra sönnunargagna. Sönnunargögn geta verið afar mismunandi eftir því um hvaða afbrot er að ræða. Ef um er að ræða líkamsárás geta blóðblettir á fötum hins grunaða gefið vísbendingu. Ef um ölvunarakstur er að ræða getur lögreglan tekið blóðprufu úr ökumanni se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?

Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hví má ekki borða hráan kjúkling?

Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta sm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið glundroði og hvað merkja glund og roði í orðinu?

Orðið glundroði merkir ‘ruglingur, tætingur, samsull’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:259) er uppruni óviss en að upphafleg merking sé hugsanlega ‘glær (þunnur) vökvi’. Fyrri liður samsetningarinnar er þá glundur ‘þunnt mauk, þunnur spónamatur, gutl; ruglingur’. Glundroði sé þá or...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?

Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...

category-iconEfnafræði

Hvað er lotukerfið?

Í lotukerfinu (periodic system) er öllum frumeindum eða atómum sem til eru skipað í kerfi sem hægt er að sýna í töflu. Taflan sýnir innbyrðis skyldleika frumeindanna eftir massa þeirra, sætistölu og rafeindaskipan. Lotukerfið sýnir um leið efnafræðilegan skyldleika frumefna (elements), það er efna sem samsett eru ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er helmingunartími?

Hér verður einnig svarað spurningunni Hvað er hrörnunarstuðull? Stærðirnar helmingunartími (half-life) og hrörnunarstuðull eða sundrunarstuðul (decay constant) eru notaðar í tengslum við svokallaða veldishrörnun eða vísishrörnun (exponential decay). Veldisvöxtur kallast það þegar stærð vex á hraða sem er í...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?

Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina? En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er ExoMars 2016?

ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?

Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp á því að reikna rúmmál og ummál?

Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi v...

Fleiri niðurstöður