Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?"Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti við og villiköttum (það er köttum sem hafast alveg við úti) sýna að þeir veiða allt mögulegt. Þeir eru flinkir við veiðar og geta auðveldlega skipt milli bráðartegunda. Auk þess éta þeir ýmislegt sem til fellur hjá fólki og jafnvel hræ. Á meginlöndum veiða kettir langmest lítil spendýr, sérstaklega nagdýr og ungar kanínur, en veiða lítið af fuglum og skriðdýrum. Það er þó helst á heitum svæðum jarðar sem þeir veiða dálítið af skriðdýrum. Á eyjum þar sem menn hafa flutt inn ketti veiða þeir meira af fuglum, sérstaklega sjófugla, en líka smá spendýr sem eru til staðar. Fiskar eru sjaldan á matseðlinum en það þekkist þó, til dæmis í Kaliforníu. Köttum er illa við vatn og það kann að vera ástæðan fyrir því að þeir veiða sjaldan fisk!
Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?
Útgáfudagur
23.3.2001
Spyrjandi
Elísabet Erlendsdóttir, f. 1992;
Katla Sigurðardóttir, f. 1991;
Ingi B, f. 1987
Tilvísun
Hrefna Sigurjónsdóttir. „Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1412.
Hrefna Sigurjónsdóttir. (2001, 23. mars). Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1412
Hrefna Sigurjónsdóttir. „Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1412>.