Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 304 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir Bitis arietans á íslensku og hvað getið þið sagt mér um hana?

Hér er spurt um einn þekktasta snák Afríku. Á ensku kallast hann puff adder en á íslensku hefur hann verið nefndur hvæsir eða blísturnaðra (Bitis arietans eins og spyrjandi nefnir). Blísturnaðran finnst víða í Afríku, en það er aðeins á regnskógarsvæðum eða þurrustu eyðimörkum álfunnar sem hana er ekki að finn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir haförninn á Íslandi?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítah...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?

Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?

Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara flugur á veturna?

Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar? Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru örmlur?

Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve mörg augu hafa kóngulær?

Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið. Þó algengast sé að kónguló hafi átt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um gaupur?

Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann? Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði...

Fleiri niðurstöður