Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 907 svör fundust

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?

Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

category-iconVísindi almennt

Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?

Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er andremma og af hverju stafar hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er „harmónískt” meðaltal og til hvers er það notað?

Íslenska orðið yfir „harmónískt” meðaltal er þýtt meðaltal (e. harmonic mean). Ef við höfum \(n\) jákvæðar tölur \(a_{1}, a_{2}, ..., a_{n}\) þá er þýtt meðaltal þeirra \(H\) skilgreint \[H=\frac{n}{\frac{1}{a_{1}}+\frac{1}{a_{2}}+...+\frac{1}{a_{n}}}\] Í ýmsum tilvikum er rétt að nota þýtt meðaltal í staðinn fyri...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?

Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota. Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang bý...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða orð eru til um jurtina hundasúru?Eggert Ólafsson taldi hundasúru sömu jurt og kornsúru og í grein í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá 1883 er latneska heitið Polygonum lapathifolium en sú jurt heitir á íslensku blöðkujurt. Í Eimreiðinni frá 1915 er talað um „undasúru, er sumi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?

Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?

Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?

Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

Fleiri niðurstöður