Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Íslenska orðið yfir „harmónískt” meðaltal er þýtt meðaltal (e. harmonic mean). Ef við höfum \(n\) jákvæðar tölur \(a_{1}, a_{2}, ..., a_{n}\) þá er þýtt meðaltal þeirra \(H\) skilgreint \[H=\frac{n}{\frac{1}{a_{1}}+\frac{1}{a_{2}}+...+\frac{1}{a_{n}}}\] Í ýmsum tilvikum er rétt að nota þýtt meðaltal í staðinn fyrir venjulegt meðaltal. Þetta á sérstaklega við þegar fengist er við brot eða hlutföll af ýmsu tagi.
Sem dæmi getum við skoðað ferðalag á milli tveggja staða. Á leið frá stað A til staðar B er ferðast á hraðanum 60 km/klst. Á leiðinni til baka er ferðast á hraðanum 90 km/klst. Til að finna meðalhraðann fyrir ferðalagið fram og til baka reiknum við þýtt meðaltal hraðanna tveggja:\[\frac{2}{\frac{1}{60}+\frac{1}{90}}=72\] Meðalhraðinn á ferðalaginu var því 72 km/klst.
Þýtt meðaltal kemur einnig að gagni þegar finna á meðalviðnámið í rafrás sem hefur hliðtengd viðnám. Rafrás með tvö hliðtengd viðnám, þar sem annað er 60 ohm en hitt er 90 ohm, hefur meðalviðnámið 72 ohm. Þetta þýðir að ef hverju viðnámi er skipt út fyrir viðnám upp á 72 ohm þá fæst sama heildarviðnámið.
Heimild:
HG. „Hvað er „harmónískt” meðaltal og til hvers er það notað?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4409.
HG. (2004, 16. júlí). Hvað er „harmónískt” meðaltal og til hvers er það notað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4409
HG. „Hvað er „harmónískt” meðaltal og til hvers er það notað?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4409>.