Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að svæfa börn?

Arna Skúladóttir

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns.

Börn fæðast með þann hæfileika að geta sofnað ein og sjálf. Hann getur þó raskast af margvíslegum ástæðum en algengustu orsakirnar eru þó tvær: Annars vegar eru það verkir eða veikindi barns, og hins vegar að foreldrar sinni barni of fljótt, til dæmis þegar barnið rumskar eða umlar hálfsofandi. Getu barns til að sofna án hjálpar þarf að viðhalda alveg frá fæðingu þótt ekki sé nema einu sinni á sólarhring. Flest ungbörn eiga auðveldast með að sofna sjálf snemma morguns og það er því besti tíminn til að láta barn sofna eitt og án aðstoðar. Sé þessu viðhaldið á barnið auðveldara með að sofna sjálft þegar það eldist.


Börn geta vel sofnað sjálf en það þarf að viðhalda þessari getu.

Mælt er með að hafa tvo grunnþætti í huga þegar börn eru svæfð fyrir nóttina:

Fyrri þátturinn er að eiga góða samverustund með barninu áður en það fer að sofa. Gott er fyrir barnið að ákveðnar formfastar venjur séu til staðar fyrir svefninn og að hluti af þeim sé góð stund með foreldri (uppalanda). Það veitir barninu öryggi að hlutir séu gerðir eins frá degi til dags, alltaf í sömu röð.

Eftir því sem barnið er yngra geta þessar venjur tekið styttri tíma því yngra barn hefur minni þroska en eldra barn til að sjá samhengi margra hluta. Það er til dæmis nóg fyrir þriggja mánaða gamalt barn að slökkt sé ljós og sungin ein vögguvísa og að það sé lagt í rúmið og klappað á kollinn (tekur um 5 mínútur).

Fyrir þriggja ára barn geta venjur fyrir svefn til dæmis innihaldið kvöldhressingu, hátta, lesa (á ákveðnum stað), bursta tennur, fá vatn að drekka, faðma alla góða nótt, biðja bænir og leggjast í rúmið (tekur um 20 mínútur).

Fyrir sex ára barn getur þetta hljómað svona: Sest niður og viðburðir dagsins ræddir yfir kvöldhressingu, tennur burstaðar, barnið skoðar eina bók uppi í rúminu sínu, foreldri kemur inn og situr hjá því og spjallar í nokkrar mínútur um hugarefni barnsins, barnið er kysst góða nótt og farið út. Reynt er að hafa þau áhrif að barnið fari með góðar hugsanir í svefninn. Þessari notalegu samverustund á að ljúka áður en barnið sofnar; barnið á að sofna án aðstoðar.


Gott er að hafa formfastar venjur fyrir svefn, svo sem stutta sögustund.

Seinni þátturinn er að barnið krefst oft sömu þjónustu ef það vaknar upp á nóttunni og það fær þegar það er að festa svefn. Mjög þekkt er að barn sem sofnar út frá því að drekka á kvöldin er mun líklegra en önnur börn til að kalla eftir því að drekka á nóttunni (oftar en aldur og þroski segja til um).

Í þessu sambandi skiptir einnig máli hvar barnið sofnar, en best er að barn sofni þar sem það á að sofa yfir nóttina. Ef barn rumskar að nóttu til getur það vakið upp óöryggi eða reiði hjá því ef það er á öðrum stað en það sofnaði á. Eins og svo margt annað er þetta þó nokkuð einstaklingsbundið.

Skynsamlegt er að hafa í huga að allar breytingar, svo sem búferlaflutningar eða veikindi barns, geta haft þau áhrif að barnið vakni oftar á næturnar. Það getur þá kallað eftir einhvers konar huggun, svo sem pela sem það sofnaði út frá, og ekki er víst að það hætti því sjálfkrafa eftir að veikindin eða breytingarnar eru að baki.

Ef barn fer að vakna meira vegna slíkra breytinga er oftast betra að veita því meiri nærveru og nálægð og fylla öryggisþörfina þannig í stað þess að bjóða upp á næturdrykkju (nema einhverjar heilsufarsástæður kalli eftir aukinni drykkju). Næturdrykkja er þekkt fyrir að vera mjög sterkur þáttur í að viðhalda næturvökunum.

Sem sagt:

  • Eigið góða og rólega samverustund fyrir svefninn.
  • Tryggið að barnið sofni á sama stað og við sömu aðstæður og það á að sofa yfir nóttina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Bækur um viðbrögð og þarfir barna

  • Arna Skúladóttir. Draumaland: Svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs.
  • T. Berry Brazelton. Touchpoints: Guide to the first years of life (einnig til um börn 3-6 ára).
  • Helen Dorman og Clive Dorman. The Social Toddler: Promoting positive behaviour.
  • Lynne Murray og Liz Andrews. The Social Baby: Understanding babies´ communication from birth.

Myndir

Höfundur

sérfræðingur í svefni og svefnvandamálum barna

Útgáfudagur

28.6.2006

Spyrjandi

Bjartmar Harðarson, f. 1987

Tilvísun

Arna Skúladóttir. „Hvernig er best að svæfa börn?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6037.

Arna Skúladóttir. (2006, 28. júní). Hvernig er best að svæfa börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6037

Arna Skúladóttir. „Hvernig er best að svæfa börn?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að svæfa börn?
Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns.

Börn fæðast með þann hæfileika að geta sofnað ein og sjálf. Hann getur þó raskast af margvíslegum ástæðum en algengustu orsakirnar eru þó tvær: Annars vegar eru það verkir eða veikindi barns, og hins vegar að foreldrar sinni barni of fljótt, til dæmis þegar barnið rumskar eða umlar hálfsofandi. Getu barns til að sofna án hjálpar þarf að viðhalda alveg frá fæðingu þótt ekki sé nema einu sinni á sólarhring. Flest ungbörn eiga auðveldast með að sofna sjálf snemma morguns og það er því besti tíminn til að láta barn sofna eitt og án aðstoðar. Sé þessu viðhaldið á barnið auðveldara með að sofna sjálft þegar það eldist.


Börn geta vel sofnað sjálf en það þarf að viðhalda þessari getu.

Mælt er með að hafa tvo grunnþætti í huga þegar börn eru svæfð fyrir nóttina:

Fyrri þátturinn er að eiga góða samverustund með barninu áður en það fer að sofa. Gott er fyrir barnið að ákveðnar formfastar venjur séu til staðar fyrir svefninn og að hluti af þeim sé góð stund með foreldri (uppalanda). Það veitir barninu öryggi að hlutir séu gerðir eins frá degi til dags, alltaf í sömu röð.

Eftir því sem barnið er yngra geta þessar venjur tekið styttri tíma því yngra barn hefur minni þroska en eldra barn til að sjá samhengi margra hluta. Það er til dæmis nóg fyrir þriggja mánaða gamalt barn að slökkt sé ljós og sungin ein vögguvísa og að það sé lagt í rúmið og klappað á kollinn (tekur um 5 mínútur).

Fyrir þriggja ára barn geta venjur fyrir svefn til dæmis innihaldið kvöldhressingu, hátta, lesa (á ákveðnum stað), bursta tennur, fá vatn að drekka, faðma alla góða nótt, biðja bænir og leggjast í rúmið (tekur um 20 mínútur).

Fyrir sex ára barn getur þetta hljómað svona: Sest niður og viðburðir dagsins ræddir yfir kvöldhressingu, tennur burstaðar, barnið skoðar eina bók uppi í rúminu sínu, foreldri kemur inn og situr hjá því og spjallar í nokkrar mínútur um hugarefni barnsins, barnið er kysst góða nótt og farið út. Reynt er að hafa þau áhrif að barnið fari með góðar hugsanir í svefninn. Þessari notalegu samverustund á að ljúka áður en barnið sofnar; barnið á að sofna án aðstoðar.


Gott er að hafa formfastar venjur fyrir svefn, svo sem stutta sögustund.

Seinni þátturinn er að barnið krefst oft sömu þjónustu ef það vaknar upp á nóttunni og það fær þegar það er að festa svefn. Mjög þekkt er að barn sem sofnar út frá því að drekka á kvöldin er mun líklegra en önnur börn til að kalla eftir því að drekka á nóttunni (oftar en aldur og þroski segja til um).

Í þessu sambandi skiptir einnig máli hvar barnið sofnar, en best er að barn sofni þar sem það á að sofa yfir nóttina. Ef barn rumskar að nóttu til getur það vakið upp óöryggi eða reiði hjá því ef það er á öðrum stað en það sofnaði á. Eins og svo margt annað er þetta þó nokkuð einstaklingsbundið.

Skynsamlegt er að hafa í huga að allar breytingar, svo sem búferlaflutningar eða veikindi barns, geta haft þau áhrif að barnið vakni oftar á næturnar. Það getur þá kallað eftir einhvers konar huggun, svo sem pela sem það sofnaði út frá, og ekki er víst að það hætti því sjálfkrafa eftir að veikindin eða breytingarnar eru að baki.

Ef barn fer að vakna meira vegna slíkra breytinga er oftast betra að veita því meiri nærveru og nálægð og fylla öryggisþörfina þannig í stað þess að bjóða upp á næturdrykkju (nema einhverjar heilsufarsástæður kalli eftir aukinni drykkju). Næturdrykkja er þekkt fyrir að vera mjög sterkur þáttur í að viðhalda næturvökunum.

Sem sagt:

  • Eigið góða og rólega samverustund fyrir svefninn.
  • Tryggið að barnið sofni á sama stað og við sömu aðstæður og það á að sofa yfir nóttina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Bækur um viðbrögð og þarfir barna

  • Arna Skúladóttir. Draumaland: Svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs.
  • T. Berry Brazelton. Touchpoints: Guide to the first years of life (einnig til um börn 3-6 ára).
  • Helen Dorman og Clive Dorman. The Social Toddler: Promoting positive behaviour.
  • Lynne Murray og Liz Andrews. The Social Baby: Understanding babies´ communication from birth.

Myndir

...