Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hér er einnig svar við spurningunni:
Hvaða orð eru til um jurtina hundasúru?
Eggert Ólafsson taldi hundasúru sömu jurt og kornsúru og í grein í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá 1883 er latneska heitið Polygonum lapathifolium en sú jurt heitir á íslensku blöðkujurt. Í Eimreiðinni frá 1915 er talað um „undasúru, er sumir kalla hundasúru.“ Ekki hef ég rekist á undasúruheitið annars staðar.



Hundasúran ber latneska heitið Rumex acetosella samkvæmt Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson. Hann gefur ekkert annað íslenskt heiti á jurtinni. Sama er að segja um ritið Íslenzkar jurtir eftir Áskel Löve, Plöntuhandbókina eftir Hörð Kristinsson og Íslenska flóru eftir Ágúst H. Bjarnason, og virðist sú greining vera gildandi í dag.

Ágúst H. Bjarnason telur hundasúrunafnið líklega komið af því að blöðin þóttu ekki eins góð og blöð túnsúrunnar. Hún hafi því verið kennd við hunda í niðrandi merkingu. Norðlenskur bóndi nefndi þá skýringu við mig að hundar sæktu í gras og hundasúrur ef þeir fengju í magann. Taldi hann að nafnið mætti sækja til þessa háttalags. Ekki veit ég hvort það er rétt en skýring Ágústs finnst mér sennilegri.

Mynd: Weed Lab ID.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um hundasúrur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.10.2003

Spyrjandi

Arnar Skjaldarson
Hólmar Guðjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?“ Vísindavefurinn, 7. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3784.

Guðrún Kvaran. (2003, 7. október). Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3784

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3784>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hvaða orð eru til um jurtina hundasúru?
Eggert Ólafsson taldi hundasúru sömu jurt og kornsúru og í grein í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá 1883 er latneska heitið Polygonum lapathifolium en sú jurt heitir á íslensku blöðkujurt. Í Eimreiðinni frá 1915 er talað um „undasúru, er sumir kalla hundasúru.“ Ekki hef ég rekist á undasúruheitið annars staðar.



Hundasúran ber latneska heitið Rumex acetosella samkvæmt Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson. Hann gefur ekkert annað íslenskt heiti á jurtinni. Sama er að segja um ritið Íslenzkar jurtir eftir Áskel Löve, Plöntuhandbókina eftir Hörð Kristinsson og Íslenska flóru eftir Ágúst H. Bjarnason, og virðist sú greining vera gildandi í dag.

Ágúst H. Bjarnason telur hundasúrunafnið líklega komið af því að blöðin þóttu ekki eins góð og blöð túnsúrunnar. Hún hafi því verið kennd við hunda í niðrandi merkingu. Norðlenskur bóndi nefndi þá skýringu við mig að hundar sæktu í gras og hundasúrur ef þeir fengju í magann. Taldi hann að nafnið mætti sækja til þessa háttalags. Ekki veit ég hvort það er rétt en skýring Ágústs finnst mér sennilegri.

Mynd: Weed Lab ID.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um hundasúrur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni:...