Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 235 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kvænast samkynhneigðar konur?

Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?

Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru transfitusýrur, í hvaða matvælum finnast þær og hvað gera þær?

Transfitusýrur eru ein gerð harðrar fitu í matvælum. Þær eru ýmist í matvælunum frá náttúrunnar hendi eða vegna þess að þær hafa myndast við vinnslu eða meðhöndlun. Transfitusýrur koma fyrir á þrennan hátt í matvælum og myndast: þegar lin fita er hert að hluta (fljótandi fita gerð hörð) í vömb jórturdýra fyrir t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconUmhverfismál

Hvað er umhverfi?

Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...

category-iconOrkumál

Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...

category-iconHeimspeki

Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?

Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til eitraðar skjaldbökur?

Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna. Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?

Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...

category-iconLandafræði

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?

Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð kóalabjarna og hvað er gert til að vernda dýrin?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Geti þið sagt mér allt um kóala, svo sem verndun og útrýmingarhættu, einnig fæðu og æviskeið? Kóalabirnir eða pokabirnir (Phascolarctos cinereus) eru pokadýr (marsupia) af pokabjarnaætt (Phascolarctidae) og eina núlifandi tegund ættar sinnar. Kóalabirnir lifa villtir í ilmv...

Fleiri niðurstöður