Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heilsu.

Rannsóknaferill Gunnþóru hófst með þátttöku í þolmarkarannsóknum árin 2000-2003 þegar vinsælir ferðamannastaðir á Íslandi voru til skoðunar. Á doktorsnámsárunum í Englandi 2003-2007 og í kjölfar þeirra framkvæmdi Gunnþóra bæði atferlisrannsóknir og fyrirbærafræðilegar rannsóknir á upplifun ferða- og útivistarfólks á náttúrunni og þeim áhrifum sem það verður fyrir á ferðalagi um Ísland. Í þeim rannsóknum fundust vísbendingar um að ferðalagið eða útivistin væri ein leið sem fólk notar (bæði meðvitað og ómeðvitað) til að eiga við streitu. Einnig fundust vísbendingar um þátt hugarfars í upplifun og líðan.

Sérsvið Gunnþóru er náttúrutengd ferðamennska.

Síðastliðin ár hefur Gunnþóra farið fyrir rannsóknarteymi viðurkenndra innlendra og erlendra vísindamanna í sálfræði, landfræði og lífvísindum til að fylgja rannsóknarniðurstöðunum eftir og vinna að þverfaglegum grunnrannsóknum á áhrifum umhverfis á líðan og heilsu. Hópurinn hefur meðal annars rannsakað möguleika þekktra steitulosandi athafna í náttúruríku umhverfi til að draga úr streitu umfram sömu athafnir í manngerðu umhverfi. Einnig stóð hópurinn fyrir frumkvöðlarannsókn þar sem áhrif lífsstílsbreytingar voru meðal annars mæld á lengd litningaenda (telomera). Niðurstöður gefa til kynna að útivist og náttúruupplifun samhliða reglulegri hreyfingu geti haft forvarnargildi og er mikilvægur þáttur í að tryggja góða (lýð)heilsu með því að sporna við hrörnun telomera í blóðfrumum mannslíkamans og þannig minnka áhættu á sjúkdómum og auka lífslíkur.

Þá hefur Gunnþóra tekið að sér ýmis hagnýt rannsóknar- og þróunarverkefni á vettvangi íslenskrar ferðaþjónustu. Hún kom að nýjustu úttekt OECD á íslensku atvinnulífi og gerði tillögu um umbætur á rannsóknarumhverfi ferðamála á Íslandi sem miða að því að tryggja hagnýtar grunnrannsóknir og þróunarverkefni á greininni, af svipuðum toga og öðrum atvinnugreinum sem leggja grunn að ákvarðanatöku er varða nýtingu lands. Í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði hefur hún nýlega skoðað hvernig vísindaleg þekking á grundvallaratriðum eins og aðdráttarafli náttúrunnar fyrir ferðamennsku, upplifun og líðan ferða- og útivistarfólks og endurnýjandi áhrifum náttúrunnar á líðan geta nýst til að undirbyggja ákvarðanatökur er varða sjálfbæra þróun ferðamannastaða og ferðaþjónustu sem jafnframt ýta undir jákvæða upplifun og vellíðan ferðamanna og útivistarfólks á vettvangi. Nýlega vann Gunnþóra skýrslu um þolmörk ferðamennsku fyrir ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar sem ráðherra lagði fyrir Alþingi Íslendinga í apríl 2018.

Gunnþóra í góðum félagsskap í rannsóknarleiðangri.

Gunnþóra hlaut hvatningarverðlaun Evrópusambandsins, Archimedes Prize, árið 2002 fyrir rannsóknatillögu sem snérist um að dýpka þekkingu á aðdráttarafli náttúrunnar fyrir ferðamennsku og upplifun ferðamanna með upplýsingaöflun fyrir sjálfbæra þróun ferðamannastaða að leiðarljósi. Hún hefur birt vísindagreinar í viðurkenndum innlendum og alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og kynnt rannsóknarniðurstöður á alþjóðlegum ráðstefnum félags- og lífvísinda. Árið 2011 ritstýrði Gunnþóra sérhefti um náttúrutengda ferðamennsku í Landabréfinu, fagtímariti íslenskra landfræðinga og árið 2012 ritstýrði hún sérhefti um náttúrutengda ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi fyrir alþjóðlega vísindaritið Tourist Studies (SAGE). Gunnþóra er með stöðu gestarannsakanda við Háskólann í Exeter og Háskólann í Luxemborg og vinnur einnig að rannsóknum sínum með vísindamönnum hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands.

Gunnþóra er fædd í Keflavík árið 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verzlunarskóla Íslands árið 1983, BS-prófi í landfræði með áherslu á ferðamál frá Háskóla Íslands árið 2003 og doktorsprófi í mannvistarlandfræði með áherslu á ferðamál frá Skóla landfræðivísinda í Háskólanum í Bristol í Englandi árið 2007.

Myndir:
  • Úr safni GÓ.

Útgáfudagur

14.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76113.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76113

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76113>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heilsu.

Rannsóknaferill Gunnþóru hófst með þátttöku í þolmarkarannsóknum árin 2000-2003 þegar vinsælir ferðamannastaðir á Íslandi voru til skoðunar. Á doktorsnámsárunum í Englandi 2003-2007 og í kjölfar þeirra framkvæmdi Gunnþóra bæði atferlisrannsóknir og fyrirbærafræðilegar rannsóknir á upplifun ferða- og útivistarfólks á náttúrunni og þeim áhrifum sem það verður fyrir á ferðalagi um Ísland. Í þeim rannsóknum fundust vísbendingar um að ferðalagið eða útivistin væri ein leið sem fólk notar (bæði meðvitað og ómeðvitað) til að eiga við streitu. Einnig fundust vísbendingar um þátt hugarfars í upplifun og líðan.

Sérsvið Gunnþóru er náttúrutengd ferðamennska.

Síðastliðin ár hefur Gunnþóra farið fyrir rannsóknarteymi viðurkenndra innlendra og erlendra vísindamanna í sálfræði, landfræði og lífvísindum til að fylgja rannsóknarniðurstöðunum eftir og vinna að þverfaglegum grunnrannsóknum á áhrifum umhverfis á líðan og heilsu. Hópurinn hefur meðal annars rannsakað möguleika þekktra steitulosandi athafna í náttúruríku umhverfi til að draga úr streitu umfram sömu athafnir í manngerðu umhverfi. Einnig stóð hópurinn fyrir frumkvöðlarannsókn þar sem áhrif lífsstílsbreytingar voru meðal annars mæld á lengd litningaenda (telomera). Niðurstöður gefa til kynna að útivist og náttúruupplifun samhliða reglulegri hreyfingu geti haft forvarnargildi og er mikilvægur þáttur í að tryggja góða (lýð)heilsu með því að sporna við hrörnun telomera í blóðfrumum mannslíkamans og þannig minnka áhættu á sjúkdómum og auka lífslíkur.

Þá hefur Gunnþóra tekið að sér ýmis hagnýt rannsóknar- og þróunarverkefni á vettvangi íslenskrar ferðaþjónustu. Hún kom að nýjustu úttekt OECD á íslensku atvinnulífi og gerði tillögu um umbætur á rannsóknarumhverfi ferðamála á Íslandi sem miða að því að tryggja hagnýtar grunnrannsóknir og þróunarverkefni á greininni, af svipuðum toga og öðrum atvinnugreinum sem leggja grunn að ákvarðanatöku er varða nýtingu lands. Í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði hefur hún nýlega skoðað hvernig vísindaleg þekking á grundvallaratriðum eins og aðdráttarafli náttúrunnar fyrir ferðamennsku, upplifun og líðan ferða- og útivistarfólks og endurnýjandi áhrifum náttúrunnar á líðan geta nýst til að undirbyggja ákvarðanatökur er varða sjálfbæra þróun ferðamannastaða og ferðaþjónustu sem jafnframt ýta undir jákvæða upplifun og vellíðan ferðamanna og útivistarfólks á vettvangi. Nýlega vann Gunnþóra skýrslu um þolmörk ferðamennsku fyrir ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar sem ráðherra lagði fyrir Alþingi Íslendinga í apríl 2018.

Gunnþóra í góðum félagsskap í rannsóknarleiðangri.

Gunnþóra hlaut hvatningarverðlaun Evrópusambandsins, Archimedes Prize, árið 2002 fyrir rannsóknatillögu sem snérist um að dýpka þekkingu á aðdráttarafli náttúrunnar fyrir ferðamennsku og upplifun ferðamanna með upplýsingaöflun fyrir sjálfbæra þróun ferðamannastaða að leiðarljósi. Hún hefur birt vísindagreinar í viðurkenndum innlendum og alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og kynnt rannsóknarniðurstöður á alþjóðlegum ráðstefnum félags- og lífvísinda. Árið 2011 ritstýrði Gunnþóra sérhefti um náttúrutengda ferðamennsku í Landabréfinu, fagtímariti íslenskra landfræðinga og árið 2012 ritstýrði hún sérhefti um náttúrutengda ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi fyrir alþjóðlega vísindaritið Tourist Studies (SAGE). Gunnþóra er með stöðu gestarannsakanda við Háskólann í Exeter og Háskólann í Luxemborg og vinnur einnig að rannsóknum sínum með vísindamönnum hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands.

Gunnþóra er fædd í Keflavík árið 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verzlunarskóla Íslands árið 1983, BS-prófi í landfræði með áherslu á ferðamál frá Háskóla Íslands árið 2003 og doktorsprófi í mannvistarlandfræði með áherslu á ferðamál frá Skóla landfræðivísinda í Háskólanum í Bristol í Englandi árið 2007.

Myndir:
  • Úr safni GÓ.

...