Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er landafræði?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðlega fræðiheiti greinarinnar er hins vegar „geógrafía“, sem komið er úr grísku og þýðir „skrif um jörðina“.

Landfræðingar vilja frekar nota orðið landfræði en landafræði, þar sem í hugum margra er landafræði nátengd utanbókarlærdómi á örnefnum, staðháttum og staðreyndum á borð við: Hvað heita firðirnir í Ísafjarðardjúpi, í gegnum hvaða lönd rennur Dóná, hver er stærsti jökull Evrópu, hver er höfuðborg Indlands og hvað heitir stærsta stöðuvatnið í Afríku? Þó það sé ágætt að kunna skil á staðreyndum þá eru viðfangsefni landfræðinnar önnur og meiri.

Landfræðin er þverfagleg grein þar sem lögð er áhersla á að samhæfa þekkingu úr ýmsum áttum til þess að fá breiða yfirsýn yfir verkefni og viðfangsefni. Stundum er sagt að landfræðingar „viti pínulítið um allt mögulegt“. Þó þetta sé ekki alveg réttmæt lýsing þá er landfræðin mjög fjölbreytt grein þar sem viðfangsefnið getur verið jörðin öll, tiltekin svæði eða einstakir staðir.



Sjónarhorn landfræðilegra viðfangsefna getur verið allt frá jörðinni allri til mjög afmarkaðra svæða eða einstakra staða.

Landfræði snýst um sambúð manns og náttúru, sem og ýmsar aðrar hliðar mannlegs samfélags. Náttúrulandfræði fæst við hina ytri ásýnd landsins; landmótun, jarðveg, gróður og veðurfar svo eitthvað sé nefnt. Mannvistarlandfræði fæst við búsetu mannsins á jörðinni og einnig við efnahags- hag- og félagslega þróun staða og svæða. Kortlagning og greining lands og landupplýsinga hefur frá fornu fari skipað veglegan sess í greininni og eru tölvuvædd landupplýsingakerfi, byggð á sérstökum aðferðum landfræðinga, orðin mikilvæg á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Við þetta má bæta að náttúrulandfræði og mannvistarlandfræði eiga sér snertiflöt í umhverfismálum, þar sem nýting náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á náttúruna eru í brennidepli. Ferðaþjónusta er önnur ört vaxandi grein þar sem landfræðin kemur mikið við sögu.

Eins og sjá má tengist landfræðin bæði félags- og náttúruvísindum og er það misjafnt eftir skólum hvernig hún er flokkuð. Í Háskóla Íslands er landfræði kennd innan Líf- og umhverfisvísindadeildar, eins og ferðamálafræði, líffræði, lífefna- og sameindalíffræði, og þeir sem útskrifast þaðan eru með B.Sc. próf. Í mörgum skólum erlendis er hins vegar hægt að útskrifast með B.A. próf í greininni.

Landfræðinga er að finna víða í atvinnulífinu, hjá ríkinu, sveitarfélögum, einkafyrirtækjum og sem sjálfstæða ráðgjafa, en störf þeirra endurspegla fjölbreytni fagsins. Þeir stunda rannsóknir og sinna kennslu á öllum skólastigum. Þeir sinna kortagerð, hönnun og rekstri landfræðilegra upplýsingakerfa, náttúruvernd og ráðgjöf í umhverfis-, skipulags-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamálum. Þeir koma að ferðaþjónustu, vinna við fjölmiðla og sinna upplýsingaöflun og miðlun, svo nokkur dæmi séu nefnd. Einn landfræðingur starfar meira að segja á Vísindavefnum.

Kort:


Karl Benediktsson prófessor í mannvistarlandfræði við HÍ fær bestu þakkir fyrir ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.8.2006

Spyrjandi

Sigurður Jakobsson
Bjarki Rúnarsson
Erla Haraldsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er landafræði?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6117.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 10. ágúst). Hvað er landafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6117

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er landafræði?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6117>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðlega fræðiheiti greinarinnar er hins vegar „geógrafía“, sem komið er úr grísku og þýðir „skrif um jörðina“.

Landfræðingar vilja frekar nota orðið landfræði en landafræði, þar sem í hugum margra er landafræði nátengd utanbókarlærdómi á örnefnum, staðháttum og staðreyndum á borð við: Hvað heita firðirnir í Ísafjarðardjúpi, í gegnum hvaða lönd rennur Dóná, hver er stærsti jökull Evrópu, hver er höfuðborg Indlands og hvað heitir stærsta stöðuvatnið í Afríku? Þó það sé ágætt að kunna skil á staðreyndum þá eru viðfangsefni landfræðinnar önnur og meiri.

Landfræðin er þverfagleg grein þar sem lögð er áhersla á að samhæfa þekkingu úr ýmsum áttum til þess að fá breiða yfirsýn yfir verkefni og viðfangsefni. Stundum er sagt að landfræðingar „viti pínulítið um allt mögulegt“. Þó þetta sé ekki alveg réttmæt lýsing þá er landfræðin mjög fjölbreytt grein þar sem viðfangsefnið getur verið jörðin öll, tiltekin svæði eða einstakir staðir.



Sjónarhorn landfræðilegra viðfangsefna getur verið allt frá jörðinni allri til mjög afmarkaðra svæða eða einstakra staða.

Landfræði snýst um sambúð manns og náttúru, sem og ýmsar aðrar hliðar mannlegs samfélags. Náttúrulandfræði fæst við hina ytri ásýnd landsins; landmótun, jarðveg, gróður og veðurfar svo eitthvað sé nefnt. Mannvistarlandfræði fæst við búsetu mannsins á jörðinni og einnig við efnahags- hag- og félagslega þróun staða og svæða. Kortlagning og greining lands og landupplýsinga hefur frá fornu fari skipað veglegan sess í greininni og eru tölvuvædd landupplýsingakerfi, byggð á sérstökum aðferðum landfræðinga, orðin mikilvæg á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Við þetta má bæta að náttúrulandfræði og mannvistarlandfræði eiga sér snertiflöt í umhverfismálum, þar sem nýting náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á náttúruna eru í brennidepli. Ferðaþjónusta er önnur ört vaxandi grein þar sem landfræðin kemur mikið við sögu.

Eins og sjá má tengist landfræðin bæði félags- og náttúruvísindum og er það misjafnt eftir skólum hvernig hún er flokkuð. Í Háskóla Íslands er landfræði kennd innan Líf- og umhverfisvísindadeildar, eins og ferðamálafræði, líffræði, lífefna- og sameindalíffræði, og þeir sem útskrifast þaðan eru með B.Sc. próf. Í mörgum skólum erlendis er hins vegar hægt að útskrifast með B.A. próf í greininni.

Landfræðinga er að finna víða í atvinnulífinu, hjá ríkinu, sveitarfélögum, einkafyrirtækjum og sem sjálfstæða ráðgjafa, en störf þeirra endurspegla fjölbreytni fagsins. Þeir stunda rannsóknir og sinna kennslu á öllum skólastigum. Þeir sinna kortagerð, hönnun og rekstri landfræðilegra upplýsingakerfa, náttúruvernd og ráðgjöf í umhverfis-, skipulags-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamálum. Þeir koma að ferðaþjónustu, vinna við fjölmiðla og sinna upplýsingaöflun og miðlun, svo nokkur dæmi séu nefnd. Einn landfræðingur starfar meira að segja á Vísindavefnum.

Kort:


Karl Benediktsson prófessor í mannvistarlandfræði við HÍ fær bestu þakkir fyrir ábendingar við gerð þessa svars.

...