Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er fyrir neðan allar hellur?

Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?

Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi: Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks. Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt: Séra Sigurðr h...

category-iconVísindavefur

Hvenær var Internetið fundið upp og af hverjum?

Internetið var fundið upp árið 1969 af dr. Leonard Kleinrock. Hann fann upp tæknina sem til þurfti 10 árum áður en Internetið varð til. Frekara lesefni af Vísindavefnum: Hver var upprunalegur tilgangur netsins? eftir Daða Ingólfsson Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesso...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „að komast upp með eitthvað”, og af hverju er sagt „komast upp”?

Ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið komast upp með e-ð er í málinu. Það virðist ekki koma fyrir í fornu máli og dæmi Orðabókar Háskólans eru fremur ung. Þó hefur það verið notað alla síðustu öld. Sagnarsambandið koma e-u/e-m upp er þekkt í fornu máli í fleiri en einni merkingu. Það getur til dæmis merkt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er þversumma?

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?

Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...

category-iconHugvísindi

Hver var einræðisherra í Makedóníu þar til lýðveldi var tekið upp þar fyrir stuttu?

Makedónía var hluti af Júgóslavíu þar til sjálfstæði var lýst yfir árið 1991 og því voru stjórnendur þess hinir sömu og í Júgóslavíu. Tæplega er hægt að tala um að einræðisherra hafi ríkt í Júgóslavíu eftir dauða Títós árið 1980 fyrr en Slóbodan Mílosjevits fer að láta til sín taka við lok 9. áratugarins. Stofnun ...

category-iconLögfræði

Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær á maður að mæta ef manni er sagt að mæta upp úr eitt?

Engin nákvæm regla er til, mér vitanlega, um þá tímalengd sem „upp úr“ á við. Almennur málskilningur er þó að um stuttan tíma sé að ræða. „Ég verð örugglega komin upp úr eitt“ merkir í mínum huga ‛fljótlega eftir eitt’, ekki til dæmis fimmtán mínútur yfir. „Það nægir að þú sért kominn upp úr hálf eitt“ segir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að bera í bætifláka?

Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconEfnafræði

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?

Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna? Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hi...

Fleiri niðurstöður