Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku?Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta:
Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræður annarra einstaklinga nema með samþykki þeirra sem á upptökunni heyrast. Hljóðupptaka felur í sér vinnslu persónuupplýsinga ef unnt er að persónugreina þá einstaklinga sem teknir eru upp, t.d. ef þeir segja til nafns eða ef unnt er að ráða út frá efni upptökunnar um hverja ræðir.Af þessu má ráða að ætli einhver að taka upp samtöl eða ræður annarra einstaklinga sem munu þekkjast á upptökunni, þarf hann að fá samþykki þeirra. Ef einstaklingarnir þekkjast hins vegar ekki á upptökunni þá fellur upptakan ekki undir persónuvernarlög.
- Hljóðupptökur - Persónuvernd. Þínar upplýsingar, þitt einkalíf.. (Sótt 12.04.2022).
- Myndbirtingar á Netinu - Persónuvernd. Þínar upplýsingar, þitt einkalíf.. (Sótt 12.04.2022).
- Tjáning einstaklinga á Netinu - Persónuvernd. Þínar upplýsingar, þitt einkalíf.. (Sótt 12.04.2022).
- Young woman recording video of an event with her phone | Flickr. (Sótt 12.04.2022). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.