Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna?

Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hins vegar um að deila kostnaði, eyða peningum í sjálfan sig eða aðra. Elstu dæmi um báðar merkingarnar í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og á timarit.is eru frá fyrri hluta 20. aldar.

Merkingarþróunina má hugsa sér þannig að hin eldri sé að tengja saman víra eða kaðla en þaðan sé fengið að deila kostnaði, það er einhver tekur að sér að greiða fyrir annan: „Ég skal splæsa á þig kaffi“.

Í báðum tilvikum er um að ræða tökuorð úr dönsku splejse. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:938) segir um splæsa að danska orðið sé fengið að láni úr ensku splice og hollensku splitten, splissen, sk. holl. splitten ‘kljúfa’. Merkingarþróunina má hugsa sér þannig að hin eldri sé að tengja saman víra eða kaðla en þaðan sé fengið að deila kostnaði, það er einhver tekur að sér að greiða fyrir annan: „Ég skal splæsa á þig kaffi“. Viðkomandi tekur þá báða reikningana og gerir að einum líkt og er með kaðalendana. Síðar verður merkingin enn víðari og hægt er að splæsa aðeins á sjálfan sig: „Ég ætla að splæsa í kjól handa mér fyrir veisluna“ eða á heilan hóp: „Ég splæsi bjór á alla“. Þriðja merkingin ‘gefa saman’ er dregin af hinum: „Presturinn mun splæsa þau saman á sunnudaginn“.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.10.2018

Spyrjandi

Helga Rós Arnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?“ Vísindavefurinn, 5. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75975.

Guðrún Kvaran. (2018, 5. október). Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75975

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna?

Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hins vegar um að deila kostnaði, eyða peningum í sjálfan sig eða aðra. Elstu dæmi um báðar merkingarnar í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og á timarit.is eru frá fyrri hluta 20. aldar.

Merkingarþróunina má hugsa sér þannig að hin eldri sé að tengja saman víra eða kaðla en þaðan sé fengið að deila kostnaði, það er einhver tekur að sér að greiða fyrir annan: „Ég skal splæsa á þig kaffi“.

Í báðum tilvikum er um að ræða tökuorð úr dönsku splejse. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:938) segir um splæsa að danska orðið sé fengið að láni úr ensku splice og hollensku splitten, splissen, sk. holl. splitten ‘kljúfa’. Merkingarþróunina má hugsa sér þannig að hin eldri sé að tengja saman víra eða kaðla en þaðan sé fengið að deila kostnaði, það er einhver tekur að sér að greiða fyrir annan: „Ég skal splæsa á þig kaffi“. Viðkomandi tekur þá báða reikningana og gerir að einum líkt og er með kaðalendana. Síðar verður merkingin enn víðari og hægt er að splæsa aðeins á sjálfan sig: „Ég ætla að splæsa í kjól handa mér fyrir veisluna“ eða á heilan hóp: „Ég splæsi bjór á alla“. Þriðja merkingin ‘gefa saman’ er dregin af hinum: „Presturinn mun splæsa þau saman á sunnudaginn“.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

...