Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 47 svör fundust
Hver var fyrsta tölvuveiran?
Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...
Hvar er Adolf Hitler grafinn?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?
Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...
Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?
Upphafleg spurning var svona: Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti? Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkast...
Hvernig búum við til ný orð?
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur. Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum...
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...
Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?
Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...
Hvað er leif í sagnfræði?
Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?
Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...