Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta tölvuveiran?

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hratt og örugglega verður hún að ráðast á forrit sem eru algeng og líklegt er að notendur deili með sér. Vinsæl fórnarlömb veiranna eru Word- og Excel-skjöl. Einnig ráðast þeir oft á skrár með endingunni .exe.

Ein fyrsta tölvuveiran var búin til fyrir Apple II tölvuna (árið 1981 eða 1982, heimildum ber ekki saman) og kallaðist Elk Cloner. Veiran breiddi úr sér innan tölvunnar, það er að segja að hún afritaði sig án afláts inn á aðra diska. Ef veirunni tókst að ná markmiði sínu birtist að lokum ljóð á skjánum sem hljóðaði svo:
It will get on all your disks

It will infiltrate your chips

Yes it's Cloner!

It will stick to you like glue

It will modify ram too

Send in the Cloner!
Höfundur þessarar veiru, Rich Skrenta, skrifaði hana þegar hann var aðeins í 9. bekk. Hann segist ekki hafa gert veiruna til að skaða neinn, heldur bara til að leika listir sínar.

Fyrstu veiruna fyrir IBM samhæfðar tölvur (PC-tölvur) gerðu tveir bræður árið 1987. Þeir áttu tölvuverslun í Pakistan og bjuggu að gamni sínu til veiru að nafni Brain. Hún var frekar meinlaus miðað við það sem þekkist í dag. En það sem hún gerði var að breyta nafninu á harða disknum. Hún breiddist hratt út og bráðlega fóru menn að búa til aðrar svipaðar veirur. Fólk tók ekki eftir flestum þeirra vegna þess hversu lítil áhrif þeir höfðu.

Margir kannast við veiruna Melissa en hún var ein skæðasta veira sem kom fram árið 1999. Höfundur hans er David L. Smith. Þessi veira var ein sú fyrsta sem notaði netfangaskrá til að dreifa sér. Síðan þá hafa margir veiruhöfundar notað svipaða tækni. David L. Smith var fundinn sekur í desember árið 1999 fyrir að hafa valdið 80 milljóna dollara tjóni, en það jafngildir 8 milljörðum króna. Samt sem áður hefur Smith ekki hlotið refsingu.

Ein af skæðustu tölvuveirunum sem hafa verið gerðar er veiran eða ormurinn Nimda. Hann notfærir sér netfangaskrá notenda til að dreifa sér. Nafnið Nimda er einfaldlega enska orðið „admin”, skrifað afturábak, en admin þýðir vefstjóri.

Eftir Nimda hafa svo komið verri pestir: Klez, Sobig, Msblast, Sober, Mydoom, Netsky, Bagle, Sasser, Zafi, Mytob, Zotob og Mitglieder, svo að nokkrar veirufjölskyldur úr endalausu flóði séu nefndar.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

www.vet.com.au

www.symantec.com

www.sophos.com

www.mindspring.com

Myndin er fengin af vefsetrinu www.ebonet.net

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

22.3.2002

Spyrjandi

Jón Daðason

Tilvísun

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hver var fyrsta tölvuveiran?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2230.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. (2002, 22. mars). Hver var fyrsta tölvuveiran? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2230

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hver var fyrsta tölvuveiran?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta tölvuveiran?
Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hratt og örugglega verður hún að ráðast á forrit sem eru algeng og líklegt er að notendur deili með sér. Vinsæl fórnarlömb veiranna eru Word- og Excel-skjöl. Einnig ráðast þeir oft á skrár með endingunni .exe.

Ein fyrsta tölvuveiran var búin til fyrir Apple II tölvuna (árið 1981 eða 1982, heimildum ber ekki saman) og kallaðist Elk Cloner. Veiran breiddi úr sér innan tölvunnar, það er að segja að hún afritaði sig án afláts inn á aðra diska. Ef veirunni tókst að ná markmiði sínu birtist að lokum ljóð á skjánum sem hljóðaði svo:
It will get on all your disks

It will infiltrate your chips

Yes it's Cloner!

It will stick to you like glue

It will modify ram too

Send in the Cloner!
Höfundur þessarar veiru, Rich Skrenta, skrifaði hana þegar hann var aðeins í 9. bekk. Hann segist ekki hafa gert veiruna til að skaða neinn, heldur bara til að leika listir sínar.

Fyrstu veiruna fyrir IBM samhæfðar tölvur (PC-tölvur) gerðu tveir bræður árið 1987. Þeir áttu tölvuverslun í Pakistan og bjuggu að gamni sínu til veiru að nafni Brain. Hún var frekar meinlaus miðað við það sem þekkist í dag. En það sem hún gerði var að breyta nafninu á harða disknum. Hún breiddist hratt út og bráðlega fóru menn að búa til aðrar svipaðar veirur. Fólk tók ekki eftir flestum þeirra vegna þess hversu lítil áhrif þeir höfðu.

Margir kannast við veiruna Melissa en hún var ein skæðasta veira sem kom fram árið 1999. Höfundur hans er David L. Smith. Þessi veira var ein sú fyrsta sem notaði netfangaskrá til að dreifa sér. Síðan þá hafa margir veiruhöfundar notað svipaða tækni. David L. Smith var fundinn sekur í desember árið 1999 fyrir að hafa valdið 80 milljóna dollara tjóni, en það jafngildir 8 milljörðum króna. Samt sem áður hefur Smith ekki hlotið refsingu.

Ein af skæðustu tölvuveirunum sem hafa verið gerðar er veiran eða ormurinn Nimda. Hann notfærir sér netfangaskrá notenda til að dreifa sér. Nafnið Nimda er einfaldlega enska orðið „admin”, skrifað afturábak, en admin þýðir vefstjóri.

Eftir Nimda hafa svo komið verri pestir: Klez, Sobig, Msblast, Sober, Mydoom, Netsky, Bagle, Sasser, Zafi, Mytob, Zotob og Mitglieder, svo að nokkrar veirufjölskyldur úr endalausu flóði séu nefndar.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

www.vet.com.au

www.symantec.com

www.sophos.com

www.mindspring.com

Myndin er fengin af vefsetrinu www.ebonet.net...