Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?

Bókin Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom út árið 1924 og setur ýmis viðmið samtíma síns, og jafnvel síðari tíma, í uppnám. Eitt þeirra er hugmyndin um bókmenntagreinar. Frá því í fornöld hafa skáld, fræðimenn og aðrir lesendur skipt textum í ólíkar greinar, skáldskap og fræði, ljóð, leikrit, frásagnir sem s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...

category-iconFornfræði

Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?

Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...

category-iconHugvísindi

Var Frankenstein til í alvörunni?

Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconHugvísindi

Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?

Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skjali og skýrslu?

Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...

category-iconHugvísindi

Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

category-iconHugvísindi

Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?

Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...

category-iconTrúarbrögð

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?

Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...

Fleiri niðurstöður