Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Frankenstein til í alvörunni?

Auður Ásgrímsdóttir og Anton Björn Sigmarsson

Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í bókinni heitir það ekki neitt.

Mary skrifaði fyrsta uppkastið að Frankenstein sumarið 1816, þegar hún var aðeins átján ára. Þetta sumar dvaldi hún við Genfarvatn í Sviss með verðandi eiginmanni sínum, Percy Bysshe Shelley (1792–1822) og nokkrum vinum þeirra, þar á meðal skáldinu Byron lávarði (1788–1824). Veðrið var mjög slæmt um sumarið vegna mikils öskuskýs sem hafði myndast í stóru eldgosi árið áður og Mary og vinir hennar neyddust til að eyða miklum tíma innandyra. Til að stytta sér stundir ákváðu þau að skrifa draugasögur og sagan sem varð Frankenstein var framlag Mary.

Boris Karloff í hlutverki skrímslisins.

Flestir kannast við söguna um Frankenstein og skrímslið hans og sjá kannski fyrir sér sturlaðan vísindamann í kastala, þrumur og eldingar og stórt grænt skrímsli.

Hugmyndir sem þessar um Frankenstein og skrímslið hans eru að mestu komnar úr hinum og þessum kvikmyndum en þar eru yfirleitt gerðar töluverðar breytingar á sögu Mary Shelley. Þannig kemur aldrei fram í upprunalegu sögunni nákvæmlega hvernig skrímslið var skapað og vísindamaðurinn Frankenstein er ekki sturlaður, heldur forvitinn maður sem hefur ekki stjórn á metnaði sínum. Mesta breytingin er þó fólgin í skrímslinu sjálfu, sem er í fyrstu ljúft og saklaust í bókinni, þar til að vonska og grimmd mannkyns spilla því og reka það í hefndarleiðangur.

Breytingar af þessu tagi gerðust í meðförum hjá hinum og þessum leikstjórum sem áttu í erfiðleikum með að laga frekar innhverfa sögu Mary að leikritum og kvikmyndum.

Heimildir og frekara lesefni:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla ungafólksins

Útgáfudagur

15.6.2009

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Auður Ásgrímsdóttir og Anton Björn Sigmarsson. „Var Frankenstein til í alvörunni?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31867.

Auður Ásgrímsdóttir og Anton Björn Sigmarsson. (2009, 15. júní). Var Frankenstein til í alvörunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31867

Auður Ásgrímsdóttir og Anton Björn Sigmarsson. „Var Frankenstein til í alvörunni?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31867>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Frankenstein til í alvörunni?
Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í bókinni heitir það ekki neitt.

Mary skrifaði fyrsta uppkastið að Frankenstein sumarið 1816, þegar hún var aðeins átján ára. Þetta sumar dvaldi hún við Genfarvatn í Sviss með verðandi eiginmanni sínum, Percy Bysshe Shelley (1792–1822) og nokkrum vinum þeirra, þar á meðal skáldinu Byron lávarði (1788–1824). Veðrið var mjög slæmt um sumarið vegna mikils öskuskýs sem hafði myndast í stóru eldgosi árið áður og Mary og vinir hennar neyddust til að eyða miklum tíma innandyra. Til að stytta sér stundir ákváðu þau að skrifa draugasögur og sagan sem varð Frankenstein var framlag Mary.

Boris Karloff í hlutverki skrímslisins.

Flestir kannast við söguna um Frankenstein og skrímslið hans og sjá kannski fyrir sér sturlaðan vísindamann í kastala, þrumur og eldingar og stórt grænt skrímsli.

Hugmyndir sem þessar um Frankenstein og skrímslið hans eru að mestu komnar úr hinum og þessum kvikmyndum en þar eru yfirleitt gerðar töluverðar breytingar á sögu Mary Shelley. Þannig kemur aldrei fram í upprunalegu sögunni nákvæmlega hvernig skrímslið var skapað og vísindamaðurinn Frankenstein er ekki sturlaður, heldur forvitinn maður sem hefur ekki stjórn á metnaði sínum. Mesta breytingin er þó fólgin í skrímslinu sjálfu, sem er í fyrstu ljúft og saklaust í bókinni, þar til að vonska og grimmd mannkyns spilla því og reka það í hefndarleiðangur.

Breytingar af þessu tagi gerðust í meðförum hjá hinum og þessum leikstjórum sem áttu í erfiðleikum með að laga frekar innhverfa sögu Mary að leikritum og kvikmyndum.

Heimildir og frekara lesefni:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

...