Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 268 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?

Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning: Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg? Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...

category-iconLögfræði

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?

Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart. Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthva...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?

Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...

category-iconHeimspeki

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...

category-iconLögfræði

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna, til dæmis kaðlar, snæri og ýmis vefnaður? Hvers vegna þenjast þau ekki út við að bæta við sig efni?Það er vissulega rökrétt að hugsa sem svo að efni þenjist út við að draga vatn í sig. Það er líka vel þekkt að bómullar- og næ...

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?

Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um "spurningar í vinnslu" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:Spurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi u...

category-iconEfnafræði

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...

category-iconFélagsvísindi

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?

Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...

category-iconLögfræði

Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?

Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sokkinn kostnaður?

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni. Til útskýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Maður nokkur er a...

category-iconEfnafræði

Hvað er títrun?

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...

Fleiri niðurstöður