Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og unglinga.

Í grófum dráttum má segja að hálfnaktar poppstjörnur geti haft tvenns konar áhrif á stúlkur á aldrinum 8 til 12 ára. Í fyrsta lagi geta poppstjörnur haft áhrif á sjálfsmynd stúlkna og í öðru lagi getur nekt þeirra haft áhrif á hugmyndir stúlkna um kynlíf og kynferði.

Mikill meirihluti kvenkyns poppstjarna er langtum grennri en almennt gengur og gerist meðal kvenfólks, og er líkamsþyngd margra þeirra undir þeim mörkum sem eðlileg geta talist. Margar unglingsstúlkur, og jafnvel telpur sem enn eru á barnsaldri, telja eftirsóknarvert að vera jafn grannar/horaðar og átrúnaðargoð þeirra og getur slíkt leitt til óánægju þeirra og afneitunar á eigin líkama, lágs sjálfsálits og átraskana.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tónlistarmyndböndum hafa meðal annars leitt í ljós að kynlíf kemur fyrir í að minnsta kosti sex af hverjum tíu myndböndum, og að konur eru yfirleitt klæddar á kynæsandi hátt og í tælandi stellingum. Oft eru konur einnig í hlutverki fórnarlamba. Rökrétt er að álykta að kynlíf í tónlistarmyndböndum geti haft áhrif á unglinga og rannsóknir styðja þá ályktun. Vitað er að stúlkur sem horfa mikið á tónlistarstöðina MTV, hafa önnur viðhorf og aðrar væntingar til kynlífs en jafnöldrur þeirra. Einnig reyndust þessar stúlkur hafa haft fleiri bólfélaga en þær stúlkur sem horfðu minna á MTV og verið yngri þegar þær höfðu samfarir í fyrsta skipti.

Það skal tekið fram að flestar rannsóknir á áhrifum tónlistarmyndbanda á viðhorf unglinga til kynlífs, hafa ekki getað sagt til um orsök og afleiðingu. Þó er til að minnsta kosti ein rannsókn sem sýnir að áhorf á tónlistarmyndbönd, þar sem kynlíf var sýnt eða gefið sterklega í skyn, hafði bein áhrif á viðhorf unglinga til kynlífshegðunar, það er að segja, þeir unglingar sem höfðu horft á myndbönd þar sem lögð var áhersla á kynlíf, urðu frjálslyndari í garð kynlífs fyrir hjónaband en þeir unglingar sem ekki höfðu horft á myndböndin. Hér skal tekið fram að um bandaríska rannsókn var að ræða og viðhorf til kynlífs fyrir hjónaband eru víða önnur þar í landi en hér.

Óhætt er að fullyrða að hálfnaktar poppstjörnur kenna ungum stúlkum hvernig þær eigi að hegða sér, og að stúlkur halda að hegðun og útlit poppstjarnanna séu til fyrirmyndar. Hins vegar er umhugsunarvert að barnafataverslanir og aðrar verslanir, sem selja föt á börn og unglinga, flytja inn, selja og auglýsa fatnað sem er ekki ósvipaður þeim fatnaði sem poppstjörnurnar klæðast. Þar með leggja þær sitt af mörkum til að rækta og styrkja með telpunum þær hugmyndir að framkoma og klæðnaður, eða klæðaleysi, átrúnaðargoðanna í tónlistarmyndböndunum sé eðlilegur og að svona eigi þær að klæða sig.

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

11.4.2003

Spyrjandi

Ágústa Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3333.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2003, 11. apríl). Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3333

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3333>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og unglinga.

Í grófum dráttum má segja að hálfnaktar poppstjörnur geti haft tvenns konar áhrif á stúlkur á aldrinum 8 til 12 ára. Í fyrsta lagi geta poppstjörnur haft áhrif á sjálfsmynd stúlkna og í öðru lagi getur nekt þeirra haft áhrif á hugmyndir stúlkna um kynlíf og kynferði.

Mikill meirihluti kvenkyns poppstjarna er langtum grennri en almennt gengur og gerist meðal kvenfólks, og er líkamsþyngd margra þeirra undir þeim mörkum sem eðlileg geta talist. Margar unglingsstúlkur, og jafnvel telpur sem enn eru á barnsaldri, telja eftirsóknarvert að vera jafn grannar/horaðar og átrúnaðargoð þeirra og getur slíkt leitt til óánægju þeirra og afneitunar á eigin líkama, lágs sjálfsálits og átraskana.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tónlistarmyndböndum hafa meðal annars leitt í ljós að kynlíf kemur fyrir í að minnsta kosti sex af hverjum tíu myndböndum, og að konur eru yfirleitt klæddar á kynæsandi hátt og í tælandi stellingum. Oft eru konur einnig í hlutverki fórnarlamba. Rökrétt er að álykta að kynlíf í tónlistarmyndböndum geti haft áhrif á unglinga og rannsóknir styðja þá ályktun. Vitað er að stúlkur sem horfa mikið á tónlistarstöðina MTV, hafa önnur viðhorf og aðrar væntingar til kynlífs en jafnöldrur þeirra. Einnig reyndust þessar stúlkur hafa haft fleiri bólfélaga en þær stúlkur sem horfðu minna á MTV og verið yngri þegar þær höfðu samfarir í fyrsta skipti.

Það skal tekið fram að flestar rannsóknir á áhrifum tónlistarmyndbanda á viðhorf unglinga til kynlífs, hafa ekki getað sagt til um orsök og afleiðingu. Þó er til að minnsta kosti ein rannsókn sem sýnir að áhorf á tónlistarmyndbönd, þar sem kynlíf var sýnt eða gefið sterklega í skyn, hafði bein áhrif á viðhorf unglinga til kynlífshegðunar, það er að segja, þeir unglingar sem höfðu horft á myndbönd þar sem lögð var áhersla á kynlíf, urðu frjálslyndari í garð kynlífs fyrir hjónaband en þeir unglingar sem ekki höfðu horft á myndböndin. Hér skal tekið fram að um bandaríska rannsókn var að ræða og viðhorf til kynlífs fyrir hjónaband eru víða önnur þar í landi en hér.

Óhætt er að fullyrða að hálfnaktar poppstjörnur kenna ungum stúlkum hvernig þær eigi að hegða sér, og að stúlkur halda að hegðun og útlit poppstjarnanna séu til fyrirmyndar. Hins vegar er umhugsunarvert að barnafataverslanir og aðrar verslanir, sem selja föt á börn og unglinga, flytja inn, selja og auglýsa fatnað sem er ekki ósvipaður þeim fatnaði sem poppstjörnurnar klæðast. Þar með leggja þær sitt af mörkum til að rækta og styrkja með telpunum þær hugmyndir að framkoma og klæðnaður, eða klæðaleysi, átrúnaðargoðanna í tónlistarmyndböndunum sé eðlilegur og að svona eigi þær að klæða sig....