Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.Til útskýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Maður nokkur er að íhuga að setja upp verslun. Hann kaupir sér húsnæði undir reksturinn og á þess kost að selja húsnæðið aftur á sama verði. Þá ræður hann markaðsráðgjafa til að meta hve mikið mun seljast af vörunni sem í boði verður. Ekki er hægt að hafa nein not af mati markaðsráðgjafans nema til að meta hvort hefja á rekstur verslunarinnar og ekki er hægt að fá kostnað við matið endurgreiddan.

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað.
- Money - Wikipedia. Myndrétthafi er Leon petrosyan. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 03.08.2017).