Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er títrun?

Sigþór Pétursson

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfefninu.

Ákvörðun á styrk efnisins með títrun byggist á eftirfarandi:

  1. Við höfum óþekkt efni, sem oftast er í vatnslausn eða það er hægt að leysa það upp í vatni.
  2. Við höfum annað efni sem hvarfast í ákveðnum hlutföllum við óþekkta efnið og efnajafna hvarfsins er þekkt.
  3. Lausnin af þekkta efninu kallast staðallausn. Áður fyrr voru oft notaðir svokallaðir frumstaðlar, sem voru föst stöðug efni sem einfalt var að vigta með mikilli nákvæmni og leysa síðan upp og mynda nákvæmt rúmmál af lausn. Í dag eru efnafræðistofur ekki eins háðar því að hafa góða frumstaðla þar sem hægt er að kaupa lausnir fyrir fjölda efna í þekktum styrk í svokölluðum ampúlum (e. ampoule, einnig kallað hylki) sem eru framleiddar þannig að þær gefi nákvæman styrk efnisins í fyrirfram ákveðnu rúmmáli (sjá mynd 1).
  4. Í síðasta lagi þarf efnahvarfið að vera þess eðlis að það sjáist eða að það sé greinanlegt á einhvern hátt þegar títrunarefnið hefur hvarfast fullkomlega við óþekkta efnið, það er hvar endapunkturinn er. Þetta er stundum einfalt mál en stundum ekki. Efnavísar (e. indicators) eru oft notaðir í þessum tilgangi.

Ampúla með 0,5000 mólum af saltsýrulausn. Ef þessi lausn er þynnt í nákvæmlega einn lítra fæst nákvæmlega 0,5000 mól/L eða 0,5000 M lausn.

Mynd:

  • Sigþór Pétursson.

Höfundur

prófessor í efnafræði við HA

Útgáfudagur

20.10.2014

Spyrjandi

Atli Magnús Gíslason, Edda Jónsdóttir, Tinna Hrönn Óskarsdóttir, Berglind Ólafsdóttir

Tilvísun

Sigþór Pétursson. „Hvað er títrun?“ Vísindavefurinn, 20. október 2014, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68329.

Sigþór Pétursson. (2014, 20. október). Hvað er títrun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68329

Sigþór Pétursson. „Hvað er títrun?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2014. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68329>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er títrun?
Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfefninu.

Ákvörðun á styrk efnisins með títrun byggist á eftirfarandi:

  1. Við höfum óþekkt efni, sem oftast er í vatnslausn eða það er hægt að leysa það upp í vatni.
  2. Við höfum annað efni sem hvarfast í ákveðnum hlutföllum við óþekkta efnið og efnajafna hvarfsins er þekkt.
  3. Lausnin af þekkta efninu kallast staðallausn. Áður fyrr voru oft notaðir svokallaðir frumstaðlar, sem voru föst stöðug efni sem einfalt var að vigta með mikilli nákvæmni og leysa síðan upp og mynda nákvæmt rúmmál af lausn. Í dag eru efnafræðistofur ekki eins háðar því að hafa góða frumstaðla þar sem hægt er að kaupa lausnir fyrir fjölda efna í þekktum styrk í svokölluðum ampúlum (e. ampoule, einnig kallað hylki) sem eru framleiddar þannig að þær gefi nákvæman styrk efnisins í fyrirfram ákveðnu rúmmáli (sjá mynd 1).
  4. Í síðasta lagi þarf efnahvarfið að vera þess eðlis að það sjáist eða að það sé greinanlegt á einhvern hátt þegar títrunarefnið hefur hvarfast fullkomlega við óþekkta efnið, það er hvar endapunkturinn er. Þetta er stundum einfalt mál en stundum ekki. Efnavísar (e. indicators) eru oft notaðir í þessum tilgangi.

Ampúla með 0,5000 mólum af saltsýrulausn. Ef þessi lausn er þynnt í nákvæmlega einn lítra fæst nákvæmlega 0,5000 mól/L eða 0,5000 M lausn.

Mynd:

  • Sigþór Pétursson.
  • ...