- Við höfum óþekkt efni, sem oftast er í vatnslausn eða það er hægt að leysa það upp í vatni.
- Við höfum annað efni sem hvarfast í ákveðnum hlutföllum við óþekkta efnið og efnajafna hvarfsins er þekkt.
- Lausnin af þekkta efninu kallast staðallausn. Áður fyrr voru oft notaðir svokallaðir frumstaðlar, sem voru föst stöðug efni sem einfalt var að vigta með mikilli nákvæmni og leysa síðan upp og mynda nákvæmt rúmmál af lausn. Í dag eru efnafræðistofur ekki eins háðar því að hafa góða frumstaðla þar sem hægt er að kaupa lausnir fyrir fjölda efna í þekktum styrk í svokölluðum ampúlum (e. ampoule, einnig kallað hylki) sem eru framleiddar þannig að þær gefi nákvæman styrk efnisins í fyrirfram ákveðnu rúmmáli (sjá mynd 1).
- Í síðasta lagi þarf efnahvarfið að vera þess eðlis að það sjáist eða að það sé greinanlegt á einhvern hátt þegar títrunarefnið hefur hvarfast fullkomlega við óþekkta efnið, það er hvar endapunkturinn er. Þetta er stundum einfalt mál en stundum ekki. Efnavísar (e. indicators) eru oft notaðir í þessum tilgangi.
- Sigþór Pétursson.