Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 30 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?

Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?

Hitastig andrúmslofts má lesa tugþúsundir ára aftur í tímann með efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Súrefni í ísnum sýnir hitastigið í lofti þegar vatnsgufan þéttist og varð að snjó. Í náttúrunni er örlítill hluti súrefnisatóma þyngri en öll önnur súrefnisatóm....

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?

Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?

Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna losar bíllinn minn 28,5 kg af koltvíildi (koldíoxíði) á hundraðið við brennslu á 13 lítrum af eldsneyti?

Dísilolía er að langstærstum hluta blanda lífrænna efnasambanda sem í efnafræðinni nefnast kolvetni, en þau eru mynduð úr kolefnis- og vetnisatómum. Um 75% af rúmmáli dísilolíu eru mettuð kolvetni og um 25% eru arómatísk-kolvetni. Að jafnaði er efnaformúla dísilolíu C12H23; um það bil frá C10H20 til C15H28 [1]. D...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?

Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...

category-iconLandafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?

Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar ...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

category-iconUmhverfismál

Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?

Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið? Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföll...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?

Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er að gerast í listheiminum í dag?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að huga að skilgreiningu á fyrirbærinu listheimur en um það er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunni Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? og í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Meginatriðið í þeir...

Fleiri niðurstöður