Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 210 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað er naga?

Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”. Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar ...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?

Gyðingar biðja þrisvar á dag. Morgunbænin kallast shaharith, miðaftansbænin kallast minhah og kvöldbænin maarib. Ýmis klæðnaður tilheyrir bænastundunum hjá guðhræddum gyðingakörlum. Til að sýna trúrækni sína klæðist gyðingur bænasjali með kögri við morgunbænina. Sjalið sem er ferhyrnt kallast tallith en kögrið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti?

Af og til koma fréttir utan úr heimi af því að verið sé að reyna að aðskilja síamstvíbura. Þetta vekur greinilega forvitni margra því Vísindavefnum berast oft spurningar um síamstvíbura í kjölfar slíkra frétta. Hér er því einnig svarað spurningum um síamstvíbura frá: Klemens Ágústssyni (f. 1992), Hrefnu Þráinsdót...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru eyrun á froskum?

Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?

Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?

Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?

Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá uppha...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Medúsa?

Medúsa eða Gorgó var ein þriggja systra, gorgónanna svonefndu, en hinar tvær voru þær Sþenó og Evrýale. Gorgónurnar voru hræðilegar á að líta, og var sagt að aðeins sjávarguðinn Póseidon væri óhræddur við þær. Medúsa hafði beittar tennur í ógurlegum skoltinum og á höfði hennar voru lifandi eitursnákar í stað h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa maurar marga fætur?

Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að þau hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Köngulær eru til dæmis ekki skordýr. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama og tilheyra undirfylkingu klóskera. Maurar hafa sex fætur eins og önnur skord...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?

Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru skjaldbökur með skjöld?

Skjaldbökur hafa skjöld til að verjast hugsanlegum afræningjum, eða dýrum sem ætla að éta þær. Skjaldbökur eru hægfara og geta ekki hlaupið undan rándýrum og því hafa þær þróað með sér skjöld sem rándýr eiga afar erfitt með að vinna á. Skjöldurinn er í reynd hluti af beinagrind skjaldbökunnar og samanstend...

category-iconLæknisfræði

Hvað er axlarklemma?

Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...

Fleiri niðurstöður