Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún tilheyrir blævængjuætt (Capniidae) sem er tegundaauðugasta ætt steinflugna í heiminum með um 300 tegundir. Gyðlur steinflugutegundarinnar Capnia vidua lifa í vatni en fullorðnu dýrin á landi. Gyðlurnar finnast um allt land og eru algengastar á grýttum botnum ám og lækja. Yfirleitt sjást þær ekki fyrr en seinni hluta sumars, þá hálfvaxnar. Meðan þær eru ungar lifa þær í mölinni á botninum. Almennt gildir um tegundir blævængjuættarinnar að þær birtast á kaldasta hluta ársins og sjást því til dæmis oft í snjó.
Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún tilheyrir blævængjuætt (Capniidae) sem er tegundaauðugasta ætt steinflugna í heiminum með um 300 tegundir. Gyðlur steinflugutegundarinnar Capnia vidua lifa í vatni en fullorðnu dýrin á landi. Gyðlurnar finnast um allt land og eru algengastar á grýttum botnum ám og lækja. Yfirleitt sjást þær ekki fyrr en seinni hluta sumars, þá hálfvaxnar. Meðan þær eru ungar lifa þær í mölinni á botninum. Almennt gildir um tegundir blævængjuættarinnar að þær birtast á kaldasta hluta ársins og sjást því til dæmis oft í snjó.