Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara.
Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún tilheyrir blævængjuætt (Capniidae) sem er tegundaauðugasta ætt steinflugna í heiminum með um 300 tegundir.
Gyðlur steinflugutegundarinnar Capnia vidua lifa í vatni en fullorðnu dýrin á landi. Gyðlurnar finnast um allt land og eru algengastar á grýttum botnum ám og lækja. Yfirleitt sjást þær ekki fyrr en seinni hluta sumars, þá hálfvaxnar. Meðan þær eru ungar lifa þær í mölinni á botninum.
Almennt gildir um tegundir blævængjuættarinnar að þær birtast á kaldasta hluta ársins og sjást því til dæmis oft í snjó.
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2001, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1660.
Jón Már Halldórsson. (2001, 29. maí). Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1660
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2001. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1660>.