Og þetta skal vera þér til merkis á hendi þinni og til minningar á milli augna þinna, svo að lögmál Drottins sé þér æ á vörum, því með voldugri hendi leiddi Drottinn þig út af Egyptalandi.Gyðingar umgangast svörtu bænaboxin af mikilli virðingu og mega hvorki missa þau í gólfið né fara með þau á illan stað. Líkt og er um sjölin eru það eingöngu karlar 13 ára og eldri sem bera þessa hluti við bænagjörð. Í virðingaskyni við Guð hylja Gyðingar höfuð sitt þegar þeir biðja, annaðhvort með svörtum höttum eða svokölluðum kollhúfum sem kallast kippah á hebresku. Kollhúfurnar kallast yarmulke á jiddísku sem er tungumál sem er sambland af þýskum, hebreskum og slavneskum orðum og aðallega talað af Gyðingum í Rússlandi og Mið-Evrópu. Guðhræddir Gyðingar hylja höfuð sitt öllum stundum með kollhúfum vegna þeirrar trúar sinnar að Guð sé alltaf nálægur. Engar reglur eru til um hvernig kollhúfurnar eigi að vera. Þær geta því verið í allskyns litum og skreyttar ólíku munstri. Í kollhúfur drengja er oft saumað nafnið þeirra. Heimildir
Britannica Online
Spotlight on Israel
Encarta