Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er naga?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”.

Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar sem rigningin er þeim að þakka eru þeir frjósemistákn en þeir geta líka valdið náttúrhamförum á borð við flóð eða þurrka.

Þegar guðinn Vishnu sefur hvílist hann ofan á nögu að nafni Sesha eða Ananta sem hefur þúsund höfuð. Þegar Vishnu holdgerist á jörðinni sem Rama fylgir nagan honum og holdgerist sem Lakshmana, bróðir Rama.

Nögur koma einnig fyrir í búddisma. Þar eru þær gjarnan vatnsguðir sem gæta helgirita. Til dæmis á búddíski heimspekingurinn Nagarjuna að hafa uppgötvað ritið Prajnaparamita-sutra í ríki naganna sem höfðu fengið ritið til varðveislu frá Gautama Búdda sjálfum.

Nögukonungar eru hafðir á myndum og í frásögnum af fæðingu Búdda. Einnig á nögukonungurinn Mucilinda að hafa veitt Búdda skjól fyrir óveðri þar sem hann var við hugleiðslu. Nögukonungarnir eru sagðir stjórna regni, ám og vötnum.

Ennfremur má finna nögur í goðsögnum frá Jövu og Taílandi, þar sem þær eru ýmist höggormar eða drekar, og frá Malasíu þar sem þær eru neðansjávardrekar. Í taílenskum musterum má oft finna líkneski af nögu sem dreka með fimm höfuð.

Einnig má geta þess að íslenska sagnorðið að naga er haft um að vinna á einhverju með tönnunum, samanber nagdýr. Í íslensku er

einnig til nafnorðið naga sem merkir 'biti' og fleirtöluorðið nögur er samkvæmt Orðabókinni 'mjög bitið landsvæði, graslítið beitiland' og er einnig notað yfir 'fiskæti' og 'þurrkaða hausa'.

Heimildir:
  • Arthur Cotterell & Rachel Storm (1999), The Ultimate Encyclopedia of Mythology, Hermes House/Anness Publishing Ltd.
  • Encyclopedia Mythica

Mynd: TravelsInParadise.Com

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

2.5.2003

Spyrjandi

Atli Már Ástvaldsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er naga?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3385.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 2. maí). Hvað er naga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3385

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er naga?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3385>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er naga?
Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”.

Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar sem rigningin er þeim að þakka eru þeir frjósemistákn en þeir geta líka valdið náttúrhamförum á borð við flóð eða þurrka.

Þegar guðinn Vishnu sefur hvílist hann ofan á nögu að nafni Sesha eða Ananta sem hefur þúsund höfuð. Þegar Vishnu holdgerist á jörðinni sem Rama fylgir nagan honum og holdgerist sem Lakshmana, bróðir Rama.

Nögur koma einnig fyrir í búddisma. Þar eru þær gjarnan vatnsguðir sem gæta helgirita. Til dæmis á búddíski heimspekingurinn Nagarjuna að hafa uppgötvað ritið Prajnaparamita-sutra í ríki naganna sem höfðu fengið ritið til varðveislu frá Gautama Búdda sjálfum.

Nögukonungar eru hafðir á myndum og í frásögnum af fæðingu Búdda. Einnig á nögukonungurinn Mucilinda að hafa veitt Búdda skjól fyrir óveðri þar sem hann var við hugleiðslu. Nögukonungarnir eru sagðir stjórna regni, ám og vötnum.

Ennfremur má finna nögur í goðsögnum frá Jövu og Taílandi, þar sem þær eru ýmist höggormar eða drekar, og frá Malasíu þar sem þær eru neðansjávardrekar. Í taílenskum musterum má oft finna líkneski af nögu sem dreka með fimm höfuð.

Einnig má geta þess að íslenska sagnorðið að naga er haft um að vinna á einhverju með tönnunum, samanber nagdýr. Í íslensku er

einnig til nafnorðið naga sem merkir 'biti' og fleirtöluorðið nögur er samkvæmt Orðabókinni 'mjög bitið landsvæði, graslítið beitiland' og er einnig notað yfir 'fiskæti' og 'þurrkaða hausa'.

Heimildir:
  • Arthur Cotterell & Rachel Storm (1999), The Ultimate Encyclopedia of Mythology, Hermes House/Anness Publishing Ltd.
  • Encyclopedia Mythica

Mynd: TravelsInParadise.Com...