Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:
Jón skreiddist skjótt

skráveifa hljótt

kamarsaugað út

við ærna sút.
Upprunaleg merking orðsins er óviss en í síðari alda máli er merkingin 'hrekkur, grikkur; tjón' en einnig 'fuglahræða' og niðrandi 'hugleysingi, rola'.

Orðtakið að gera einhverjum skráveifu er þekkt frá 17. öld. Það er notað um að 'gera e-m grikk'. Elstu dæmi benda til þess að skráveifa hafi tengst galdramáli. Til þess benda þessar hendingar úr Bellerofontisrímum frá 18. öld: „gjörði skráveif dækja dimm / djöflaganginn kunni.“

Orðið skrá merkir í fornu máli 'skinn' og veifa er sama orð og sögnin veifa 'sveifla'. Skráveifa var þá líklega upprunalega 'sá sem veifaði skinni'. Svo virðist sem skinni hafi verið veifað við galdraathafnir. Til þess bendir til dæmis orðasambandið veifa héðni um höfuð einhverjum, sem merkir það sama og að gera einhverjum skráveifu en héðinn merkti 'geitarskinn, skinnúlpa'. Galdraathafnir voru oft notaðar til þess að gera einhverjum hrekk.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.1.2004

Spyrjandi

Sveinn Arnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3955.

Guðrún Kvaran. (2004, 19. janúar). Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3955

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:

Jón skreiddist skjótt

skráveifa hljótt

kamarsaugað út

við ærna sút.
Upprunaleg merking orðsins er óviss en í síðari alda máli er merkingin 'hrekkur, grikkur; tjón' en einnig 'fuglahræða' og niðrandi 'hugleysingi, rola'.

Orðtakið að gera einhverjum skráveifu er þekkt frá 17. öld. Það er notað um að 'gera e-m grikk'. Elstu dæmi benda til þess að skráveifa hafi tengst galdramáli. Til þess benda þessar hendingar úr Bellerofontisrímum frá 18. öld: „gjörði skráveif dækja dimm / djöflaganginn kunni.“

Orðið skrá merkir í fornu máli 'skinn' og veifa er sama orð og sögnin veifa 'sveifla'. Skráveifa var þá líklega upprunalega 'sá sem veifaði skinni'. Svo virðist sem skinni hafi verið veifað við galdraathafnir. Til þess bendir til dæmis orðasambandið veifa héðni um höfuð einhverjum, sem merkir það sama og að gera einhverjum skráveifu en héðinn merkti 'geitarskinn, skinnúlpa'. Galdraathafnir voru oft notaðar til þess að gera einhverjum hrekk.

...