Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 86 svör fundust
Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?
Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...
Hvað er lykt?
Lyktarskynið er eitt af skynfærum okkar og annarra dýra en er í eðli sínu líkara bragðskyni heldur en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Uppi í nefholinu eru um 50 milljónir þe...
Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?
Sameindirnar sem bindast súrefni (O2) nefnast á ensku respiratory pigments og mætti þýða á íslensku sem blóðlitarefni. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessar sameindir gefa blóðinu lit, líkt og grænukorn gefa plöntum grænan lit. Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir: Blóðrauði (hemóglóbín) hefur mesta...
Af hverju fleyta menn "kerlingar"?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...
Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?
Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...
Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?
Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...
Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?
Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...
Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?
Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...
Hvað er gigt?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...
Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?
Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?
Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...