Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 78 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?

Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þe...

category-iconMannfræði

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið 'óðfluga' eiginlega?

Orðið ófluga, sem bæði getur verið óbeygjanlegt lýsingarorð og atviksorð, merkir annars vegar ‘mjög hraður’ (lo.) og hins vegar ‘mjög hratt’ (ao.). Notkun atviksorðsins er þó algengari. Dæmi um lýsingarorðið eru ófluga ský á himninum, óðfluga straumur tímans en um atviksorðið eldurinn færðist óðfluga í aukana, jól...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?

Við fengum þessa spurningu senda fyrir jólin í fyrra og nú fyrir skömmu fengum við bréf sem okkur finnst rétt að birta:Ég hef a.m.k. þrisvar sinnum undanfarið ár sent inn sömu spurninguna: Hvað "segja" hreindýr? en enn ekki fengið svar. Dóttir mín spurði mig að þessu fyrir jólin í fyrra og þá leitaði ég til vina o...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?

María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?

Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni?

Spurningin í heild sinni er á þessa leið: Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni? Hver er formúla þess?Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati og ammóníumkarbamínati. Þessi blanda er hituð og fæst þá áðurnefnt lyftiefni. Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðid...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?

Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...

category-iconFélagsvísindi

Hver er uppruni jólakattarins?

Ekki er til neitt einfalt og öruggt svar við þessari spurningu en það er einmitt það sem gerir jólaköttinn svo dularfullan og áhugaverðan. Aftur á móti eru til ýmsar heimildir sem gefa okkur vísbendingar um hvaðan þessi skepna gæti verið komin. Jólakötturinn er einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa...

category-iconTrúarbrögð

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

Fleiri niðurstöður