Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól.

Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:564) en vísast er orðatiltækið eldra í munni manna. Svipað orðasamband er til í dönsku: grøn jul bringer snehvid påske. Þar er þó talað um græn jól en ekki rauð og grænn merkir þarna 'snjólaus, auður' eins og rauður í íslensku.

Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt.

Vissulega er talað um rauða jörð án þess að jólin fylgi með. Þá er einfaldlega átt við snjólausa jörð. Það sést vel í eftirfarandi dæmum úr þjóðsögum Jóns Árnasonar sem fengin eru úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

öðru megin árinnar var rauð jörð, en hinu megin alhvít af snjó.

var fagurt veður, rauð jörð með frosti.

Mörg önnur er þar að finna eins og til dæmis úr tímaritinu Dýravininum frá 1897:

Haustið 1892 gerði hér í Þingeyjarsýslu blindbyl á rauða jörð.

Og Matthías Jochumsson kvað:

*allt ég reif að rauðri jörðu, / ruddist um með kappi hörðu.

Mynd:


Svarið var uppfært þann 14.2.2019 eftir spurningu Erics Dos Santos um það hvort einungis væri talað um rauða jörð í sambandi við jólin.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.1.2002

Síðast uppfært

14.2.2019

Spyrjandi

Irek Klonowski, Eric dos Santos

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2076.

Guðrún Kvaran. (2002, 28. janúar). Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2076

Guðrún Kvaran. „Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2076>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?
Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól.

Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:564) en vísast er orðatiltækið eldra í munni manna. Svipað orðasamband er til í dönsku: grøn jul bringer snehvid påske. Þar er þó talað um græn jól en ekki rauð og grænn merkir þarna 'snjólaus, auður' eins og rauður í íslensku.

Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt.

Vissulega er talað um rauða jörð án þess að jólin fylgi með. Þá er einfaldlega átt við snjólausa jörð. Það sést vel í eftirfarandi dæmum úr þjóðsögum Jóns Árnasonar sem fengin eru úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

öðru megin árinnar var rauð jörð, en hinu megin alhvít af snjó.

var fagurt veður, rauð jörð með frosti.

Mörg önnur er þar að finna eins og til dæmis úr tímaritinu Dýravininum frá 1897:

Haustið 1892 gerði hér í Þingeyjarsýslu blindbyl á rauða jörð.

Og Matthías Jochumsson kvað:

*allt ég reif að rauðri jörðu, / ruddist um með kappi hörðu.

Mynd:


Svarið var uppfært þann 14.2.2019 eftir spurningu Erics Dos Santos um það hvort einungis væri talað um rauða jörð í sambandi við jólin....