Spurningin í heild sinni er á þessa leið: Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni? Hver er formúla þess?Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati og ammóníumkarbamínati. Þessi blanda er hituð og fæst þá áðurnefnt lyftiefni. Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðidýrum hituð og nýtt til þess að vinna efnið, gjarnan af hjörtum, og er nafnið þaðan dregið.
- Loftkökur bakaðar fyrir jólin - YouTube. Höfundur: Guðfinna Hreiðarsdóttir. (Sótt 10.2.2021).