Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 57 svör fundust
Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?
Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...
Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...
Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?
Spurningin í heild var sem hér segir: Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?Ekki er víst að ti...
Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...
Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?
Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...
Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...
Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?
Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Hvað er gosórói?
Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...
Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?
Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita. Gosbelti á Íslandi og hraun runnin...