Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild var sem hér segir:
Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?
Ekki er víst að til sé alveg einhlítt svar við þessari spurningu en lesendum er boðið að meta þau rök sem hér eru lögð fram.

Orðin sem um er spurt eru á latínu iacta alea est, alea iacta est eða iacta est alea.Við höfum undir höndum latneska orðabók: Simpson, D.P., 1962. Cassell's New Latin-English English-Latin Dictionary. London: Cassell. Samkvæmt henni þýðir orðið alea ekki 'teningur' eins og margir halda sjálfsagt, heldur 'teningaspil, áhættuleikur' og sú merking færist síðan yfir í 'tilviljun, áhætta, óvissa.' Aðrar orðabækur staðfesta þetta og það er líka samhljóða latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar frá 1738, utan hvað hann talar um 'kotruspil'.

Teningur er hins vegar 'talus, tessera'. 'Að spila teningaspil' má segja á að minnsta kosti þrjá vegu á latínu: 'talis ludere, tesseris ludere, alea ludere'.

Orðmyndin iacta er lýsingarháttur þátíðar af sögninni 'iacio/iacere' sem þýðir hér 'að kasta' (stundum skrifað 'jacio'). Hún lifir góðu lífi í mörgum orðum í vestrænum málum, til dæmis í ensku í orðum sem enda á '-ject'. 'Að kasta teningum' getur heitið á latínu 'talos iacere' en þá er merkingin trúlega hlutbundnari en Sesar hafði í huga. Jón Árnason nefnir þetta einmitt sem orðasamband undir flettiorðinu 'jacio'.

Þannig kann nákvæmasta þýðing á orðum Sesars á nútímamál að vera 'teningaspilið er hafið'. Merkingarfærsla hefur hins vegar átt sér stað milli teninganna og teningaspilsins. Þetta er alveg hliðstætt því sem við þekkjum til dæmis um fótboltann. Nærtækara er að hugsa sér að fleiri teningar en einn séu notaðir í spilinu og því sýnist þýðingin 'teningunum er kastað' eðlilegri.


Mynd: Teningasafn Giulio Ferrari

Höfundar

Guðrún Kvaran

prófessor

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.2.2001

Spyrjandi

Kristján Hrafn Guðmundssson

Tilvísun

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1315.

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 2. febrúar). Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1315

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?
Ekki er víst að til sé alveg einhlítt svar við þessari spurningu en lesendum er boðið að meta þau rök sem hér eru lögð fram.

Orðin sem um er spurt eru á latínu iacta alea est, alea iacta est eða iacta est alea.Við höfum undir höndum latneska orðabók: Simpson, D.P., 1962. Cassell's New Latin-English English-Latin Dictionary. London: Cassell. Samkvæmt henni þýðir orðið alea ekki 'teningur' eins og margir halda sjálfsagt, heldur 'teningaspil, áhættuleikur' og sú merking færist síðan yfir í 'tilviljun, áhætta, óvissa.' Aðrar orðabækur staðfesta þetta og það er líka samhljóða latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar frá 1738, utan hvað hann talar um 'kotruspil'.

Teningur er hins vegar 'talus, tessera'. 'Að spila teningaspil' má segja á að minnsta kosti þrjá vegu á latínu: 'talis ludere, tesseris ludere, alea ludere'.

Orðmyndin iacta er lýsingarháttur þátíðar af sögninni 'iacio/iacere' sem þýðir hér 'að kasta' (stundum skrifað 'jacio'). Hún lifir góðu lífi í mörgum orðum í vestrænum málum, til dæmis í ensku í orðum sem enda á '-ject'. 'Að kasta teningum' getur heitið á latínu 'talos iacere' en þá er merkingin trúlega hlutbundnari en Sesar hafði í huga. Jón Árnason nefnir þetta einmitt sem orðasamband undir flettiorðinu 'jacio'.

Þannig kann nákvæmasta þýðing á orðum Sesars á nútímamál að vera 'teningaspilið er hafið'. Merkingarfærsla hefur hins vegar átt sér stað milli teninganna og teningaspilsins. Þetta er alveg hliðstætt því sem við þekkjum til dæmis um fótboltann. Nærtækara er að hugsa sér að fleiri teningar en einn séu notaðir í spilinu og því sýnist þýðingin 'teningunum er kastað' eðlilegri.


Mynd: Teningasafn Giulio Ferrari...