Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

JGÞ

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos.

Rauðu punktarnir á kortinu sýna eldfjöll um allan heim. Flest eldfjöllin eru á flekamörkum.

Ísland er með eldvirkustu svæðum á jörðinni miðað við stærð. Ástæðan er sú að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Eldvirkni á Íslandi er aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað nær frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Hið síðarnefnda er aðalgosbelti landsins og oft nefnt „íslenska gosbeltið.“

Jarðfræðingar sundurgreina heildargosbelti Íslands stundum í alls átta belti. Þau nefnast: Reykjanesskagagosbelti, Vesturgosbelti, Austurgosbelti, Norðurgosbelti, Hofsjökulsgosbelti, Snæfellsnesgosbelti, Suðurlandsgosbelti og Öræfajökulsgosbelti. Öll þessi belti má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Heildargosbelti Íslands er stundum sundurgreint í átta belti.

Myndir og heimildir:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson, Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík, 2011.
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.2.2020

Spyrjandi

Kjartan Sveinn Guðmundsson, Andrea, Eysteinn Sindri Elvarsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78727.

JGÞ. (2020, 19. febrúar). Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78727

JGÞ. „Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78727>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?
Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos.

Rauðu punktarnir á kortinu sýna eldfjöll um allan heim. Flest eldfjöllin eru á flekamörkum.

Ísland er með eldvirkustu svæðum á jörðinni miðað við stærð. Ástæðan er sú að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Eldvirkni á Íslandi er aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað nær frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Hið síðarnefnda er aðalgosbelti landsins og oft nefnt „íslenska gosbeltið.“

Jarðfræðingar sundurgreina heildargosbelti Íslands stundum í alls átta belti. Þau nefnast: Reykjanesskagagosbelti, Vesturgosbelti, Austurgosbelti, Norðurgosbelti, Hofsjökulsgosbelti, Snæfellsnesgosbelti, Suðurlandsgosbelti og Öræfajökulsgosbelti. Öll þessi belti má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Heildargosbelti Íslands er stundum sundurgreint í átta belti.

Myndir og heimildir:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson, Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík, 2011.
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
...