Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 436 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?

Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...

category-iconLandafræði

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...

category-iconJarðvísindi

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...

category-iconHagfræði

Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eig...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...

category-iconVísindi almennt

Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?

Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu. Forseti Íslands kveður 4 me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast straumflögótt berg?

Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta? Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur. Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. S...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...

category-iconJarðvísindi

Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?

Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar). Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru ...

Fleiri niðurstöður