Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 19:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:30 • Sest 08:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 19:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:30 • Sest 08:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?

Gylfi Magnússon

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eiga verulegt fé á reikningum í Seðlabankanum og þau kjör sem þeim bjóðast þar hafa verulega áhrif á þau kjör sem þeir bjóða sínum viðskiptamönnum. Þegar tilkynnt er um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans þá snýst hún um þessa meginvexti, þótt raunar sé alltaf fleiri vöxtum Seðlabankans, það er einnig öðrum innlánsvöxtum og útlánsvöxtum, breytt í leiðinni, til samræmis við breytinguna á meginvöxtunum.

Bjóði Seðlabankinn háa innlánsvexti, þá sjá lánastofnanir sér síður hag í því að lána féð út og þar með hækka vextir almennt á markaði. Ef Seðlabankinn hins vegar býður lága vexti þá er líklegra að lánastofnanir bjóði sínum viðskiptavinum hagstæð lánskjör og þar með lækka vextir almennt. Séu viðskiptabankar að sækja fjármögnun til Seðlabankans leika útlánsvextir hans sambærilegt hlutverk. Meginvextir Seðlabankans eru skammtímavextir og óverðtryggðir og því hafa breytingar á þeim sterkust áhrif á sambærilega vexti annars staðar í bankakerfinu en áhrifin á óverðtryggða vexti til langs tíma eða verðtryggða vexti eru alla jafna minni en þó einhver.

Bjóði Seðlabankinn háa innlánsvexti, þá sjá lánastofnanir sér síður hag í því að lána féð út og þar með hækka vextir almennt á markaði. Ef Seðlabankinn hins vegar býður lága vexti þá er líklegra að lánastofnanir bjóði sínum viðskiptavinum hagstæð lánskjör og þar með lækka vextir almennt.

Oft getur verið gagnlegt að skoða hvaða raunvextir felast í nafnvöxtum Seðlabankans. Séu meginvextir Seðlabankans til dæmis 5% og verðbólga einnig 5% þá eru raunstýrivextir 0%. Með verðbólgu er hér algengast að horfa til hækkunar verðlags síðustu 12 mánuði en einnig kæmi til greina að horfa til spár um verðbólgu fram í tímann. Séu meginvextirnir hærri en verðbólga eru raunstýrivextir jákvæðir en neikvæðir séu vextirnir lægri en verðbólga.

Raunstýrivextir skipta að öðru jöfnu talsverðu fyrir verðtryggða vexti í fjármálakerfinu, séu þeir til dæmis háir þá ýtir það upp verðtryggðum vöxtum, bæði í bankakerfinu og á skuldabréfamarkaði. Vextir, hvort heldur verðtryggðir eða óverðtryggðir, hafa síðan margvísleg áhrif í hagkerfinu. Hækkun þeirra spornar gegn neyslu og fjárfestingu en lækkun ýtir undir slíka þætti. Hækkun vaxta hægir því á hagkerfinu og vinnur gegn verðbólgu en getur um leið dregið úr hagvexti og ýtt undir atvinnuleysi. Þá hafa vextir talsverð áhrif á gengi krónunnar, sem hefur áhrif á verðlag. Hækkun innlendra vaxta styrkir að öðru jöfnu gengi krónunnar sem lækkar verð á innfluttum vörum og þjónustu, mælt í krónum, sem vinnur gegn verðbólgu.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2025

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2025, sótt 13. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87577.

Gylfi Magnússon. (2025, 28. febrúar). Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87577

Gylfi Magnússon. „Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2025. Vefsíða. 13. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eiga verulegt fé á reikningum í Seðlabankanum og þau kjör sem þeim bjóðast þar hafa verulega áhrif á þau kjör sem þeir bjóða sínum viðskiptamönnum. Þegar tilkynnt er um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans þá snýst hún um þessa meginvexti, þótt raunar sé alltaf fleiri vöxtum Seðlabankans, það er einnig öðrum innlánsvöxtum og útlánsvöxtum, breytt í leiðinni, til samræmis við breytinguna á meginvöxtunum.

Bjóði Seðlabankinn háa innlánsvexti, þá sjá lánastofnanir sér síður hag í því að lána féð út og þar með hækka vextir almennt á markaði. Ef Seðlabankinn hins vegar býður lága vexti þá er líklegra að lánastofnanir bjóði sínum viðskiptavinum hagstæð lánskjör og þar með lækka vextir almennt. Séu viðskiptabankar að sækja fjármögnun til Seðlabankans leika útlánsvextir hans sambærilegt hlutverk. Meginvextir Seðlabankans eru skammtímavextir og óverðtryggðir og því hafa breytingar á þeim sterkust áhrif á sambærilega vexti annars staðar í bankakerfinu en áhrifin á óverðtryggða vexti til langs tíma eða verðtryggða vexti eru alla jafna minni en þó einhver.

Bjóði Seðlabankinn háa innlánsvexti, þá sjá lánastofnanir sér síður hag í því að lána féð út og þar með hækka vextir almennt á markaði. Ef Seðlabankinn hins vegar býður lága vexti þá er líklegra að lánastofnanir bjóði sínum viðskiptavinum hagstæð lánskjör og þar með lækka vextir almennt.

Oft getur verið gagnlegt að skoða hvaða raunvextir felast í nafnvöxtum Seðlabankans. Séu meginvextir Seðlabankans til dæmis 5% og verðbólga einnig 5% þá eru raunstýrivextir 0%. Með verðbólgu er hér algengast að horfa til hækkunar verðlags síðustu 12 mánuði en einnig kæmi til greina að horfa til spár um verðbólgu fram í tímann. Séu meginvextirnir hærri en verðbólga eru raunstýrivextir jákvæðir en neikvæðir séu vextirnir lægri en verðbólga.

Raunstýrivextir skipta að öðru jöfnu talsverðu fyrir verðtryggða vexti í fjármálakerfinu, séu þeir til dæmis háir þá ýtir það upp verðtryggðum vöxtum, bæði í bankakerfinu og á skuldabréfamarkaði. Vextir, hvort heldur verðtryggðir eða óverðtryggðir, hafa síðan margvísleg áhrif í hagkerfinu. Hækkun þeirra spornar gegn neyslu og fjárfestingu en lækkun ýtir undir slíka þætti. Hækkun vaxta hægir því á hagkerfinu og vinnur gegn verðbólgu en getur um leið dregið úr hagvexti og ýtt undir atvinnuleysi. Þá hafa vextir talsverð áhrif á gengi krónunnar, sem hefur áhrif á verðlag. Hækkun innlendra vaxta styrkir að öðru jöfnu gengi krónunnar sem lækkar verð á innfluttum vörum og þjónustu, mælt í krónum, sem vinnur gegn verðbólgu.

Myndir:...