Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda flutninga, um stöðu innflytjenda í samfélaginu og á vinnumarkaði, þverþjóðleg tengsl og reynslu af því að læra íslensku. Nýlega hefur hún einnig beint sjónum að reynslu flóttafólks á Íslandi.

Unnur Dís hefur bæði stýrt og tekið þátt í ýmsum innlendum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum á þessum sviðum eins og verkefnunum On the move partnership, sem fjallar um vinnutengda flutninga og stýrt er af Barbara Neis, prófessor við Memorial-háskóla og Research network Multiculturalism, Cultural Homogeneity and Societal Security in the Nordic Region (NordHome) stýrt af Suvi Keskinen, prófessor við Helsinki-háskóla. Af yfirstandandi verkefnum má nefna Búferlaflutninga á Íslandi sem er samstarf fræðafólks í Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Byggðastofnunar undir stjórn Þóroddar Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, Inclusive Societies? The integration of immigrants in Iceland sem Marcus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri, stýrir og Aðstæður innflytjendafjölskyldna sem eiga fötluð börn sem Snæfríður Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, stýrir.

Rannsóknir Unnar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum.

Unnur Dís hefur meðal annars verið í miklu samstarfi við fræðafólk í Póllandi og hefur ásamt pólskum fræðimönnum stýrt verkefninu Leisure practices and and perspectives of nature. Polish tourists and migrants in Iceland (2014-2016). Afurð þess verkefnis var bók sem Unnur Dís ritsýrði ásamt Dorota Rancew-Sikora: Mobility to the Edges of Europe; The Case of Iceland and Poland.

Unnur Dís stýrir, ásamt Kristínu Loftsdóttur og Sigurjóni B. Hafsteinssyni, öndvegisverkefninu Hreyfanleiki og þverþjóðlegt Ísland (2016-2019). Hún var annar höfundur (ásamt Kristínu Loftsdóttur) sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Þjóðminjasafnsins (2016-2017) sem fjallaði um þverþjóðlegan veruleika Íslands í fortíð og nútíð.

Í doktorsritgerð sinni fjallaði Unnur Dís um líf og störf kvenna í við sjávarsíðuna á Íslandi. Titill doktorsverkefisins var Fishermen‘s Wives and Fish Processors. Continuity and Change in Women‘s Position in Icelandic Fishing Villages, 1870-1990. Í framhaldi af doktorsverkefninu beindust rannsóknir hennar að störfum kvenna í sjávarbyggðum og viðbrögðum þeirra við þeim breytingum sem urðu vegna þátta eins og kvótakerfisins og aukinnar tækni fiskvinnslu í lok tuttugustu aldar.

Unnur Dís er fædd 1959 og ólst upp í Reykjavík. Hún hóf BA-nám við háskóla Íslands í þjóðfélagsfræðum, en fór þaðan til Bandaríkjanna og lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskólanum í Massachusetts árið 1984 og doktorsprófi frá The Graduate School and University Center of the City University of New York árið 1995. Hún var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 1998, dósent árið 2002 og prófessor 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

14.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76610.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 14. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76610

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76610>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?
Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda flutninga, um stöðu innflytjenda í samfélaginu og á vinnumarkaði, þverþjóðleg tengsl og reynslu af því að læra íslensku. Nýlega hefur hún einnig beint sjónum að reynslu flóttafólks á Íslandi.

Unnur Dís hefur bæði stýrt og tekið þátt í ýmsum innlendum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum á þessum sviðum eins og verkefnunum On the move partnership, sem fjallar um vinnutengda flutninga og stýrt er af Barbara Neis, prófessor við Memorial-háskóla og Research network Multiculturalism, Cultural Homogeneity and Societal Security in the Nordic Region (NordHome) stýrt af Suvi Keskinen, prófessor við Helsinki-háskóla. Af yfirstandandi verkefnum má nefna Búferlaflutninga á Íslandi sem er samstarf fræðafólks í Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Byggðastofnunar undir stjórn Þóroddar Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, Inclusive Societies? The integration of immigrants in Iceland sem Marcus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri, stýrir og Aðstæður innflytjendafjölskyldna sem eiga fötluð börn sem Snæfríður Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, stýrir.

Rannsóknir Unnar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum.

Unnur Dís hefur meðal annars verið í miklu samstarfi við fræðafólk í Póllandi og hefur ásamt pólskum fræðimönnum stýrt verkefninu Leisure practices and and perspectives of nature. Polish tourists and migrants in Iceland (2014-2016). Afurð þess verkefnis var bók sem Unnur Dís ritsýrði ásamt Dorota Rancew-Sikora: Mobility to the Edges of Europe; The Case of Iceland and Poland.

Unnur Dís stýrir, ásamt Kristínu Loftsdóttur og Sigurjóni B. Hafsteinssyni, öndvegisverkefninu Hreyfanleiki og þverþjóðlegt Ísland (2016-2019). Hún var annar höfundur (ásamt Kristínu Loftsdóttur) sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Þjóðminjasafnsins (2016-2017) sem fjallaði um þverþjóðlegan veruleika Íslands í fortíð og nútíð.

Í doktorsritgerð sinni fjallaði Unnur Dís um líf og störf kvenna í við sjávarsíðuna á Íslandi. Titill doktorsverkefisins var Fishermen‘s Wives and Fish Processors. Continuity and Change in Women‘s Position in Icelandic Fishing Villages, 1870-1990. Í framhaldi af doktorsverkefninu beindust rannsóknir hennar að störfum kvenna í sjávarbyggðum og viðbrögðum þeirra við þeim breytingum sem urðu vegna þátta eins og kvótakerfisins og aukinnar tækni fiskvinnslu í lok tuttugustu aldar.

Unnur Dís er fædd 1959 og ólst upp í Reykjavík. Hún hóf BA-nám við háskóla Íslands í þjóðfélagsfræðum, en fór þaðan til Bandaríkjanna og lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskólanum í Massachusetts árið 1984 og doktorsprófi frá The Graduate School and University Center of the City University of New York árið 1995. Hún var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 1998, dósent árið 2002 og prófessor 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...