Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 111 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mjálma kettir?

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...

category-iconLögfræði

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

category-iconSálfræði

Hvað er tákn með tali?

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— ...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers nota fílar ranann?

Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta vísindamenn búið til veirur?

Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?

Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconFöstudagssvar

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...

category-iconSálfræði

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?

Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...

Fleiri niðurstöður