Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur?Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— Stórkostlegt! sagði frú Petra. — Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“

„Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“ Elsta dæmi um upphrópunina alla malla á prenti er úr blaðinu Fálkanum frá 1946. Að baki alla malla er án efa upphrópunin „almáttugur“.
- Henry Every - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.02.2016).