Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur?

Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— Stórkostlegt! sagði frú Petra. — Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“

Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“ Elsta dæmi um upphrópunina alla malla á prenti er úr blaðinu Fálkanum frá 1946. Að baki alla malla er án efa upphrópunin „almáttugur“.

Í talmáli er upphrópunin eldri og nær ómögulegt að segja hversu gömul hún er. Heimildarmaður hafði samband við mig og sagðist muna eftir henni í rúm áttatíu ár. Hún hefði bæði verið notuð jákvætt: „Alla malla hvað þú ert í fallegum kjól“ og neikvætt: „Alla malla, hamagangurinn í krakkkanum.“ Annar heimildarmaður rakti upprunann til þess að danskur maður, búsettur hérlendis, hafi átt í erfiðleikum með að segja „almáttugur minn“ og sagði eitthvað í líkingu við „alla malla“.

Að baki alla malla er án efa upphrópunin „almáttugur“ sem margir nota enn, einkum til að tjá aðdáun, undrun eða hræðslu. Ekki þótti hér áður fyrr rétt að leggja nafn Guðs við hégóma en almáttugur er í bænamáli mjög tengt því: almáttugur, góður Guð. Alla malla var því ágæt lausn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.2.2016

Síðast uppfært

7.11.2018

Spyrjandi

Guðmundur S. Bergmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71773.

Guðrún Kvaran. (2016, 25. febrúar). Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71773

Guðrún Kvaran. „Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur?

Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— Stórkostlegt! sagði frú Petra. — Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“

Alla malla, sagði Dúlla Kalla. — Skrattinn sjálfur, sagði Örn skipstjóri og ræskti sig.“ Elsta dæmi um upphrópunina alla malla á prenti er úr blaðinu Fálkanum frá 1946. Að baki alla malla er án efa upphrópunin „almáttugur“.

Í talmáli er upphrópunin eldri og nær ómögulegt að segja hversu gömul hún er. Heimildarmaður hafði samband við mig og sagðist muna eftir henni í rúm áttatíu ár. Hún hefði bæði verið notuð jákvætt: „Alla malla hvað þú ert í fallegum kjól“ og neikvætt: „Alla malla, hamagangurinn í krakkkanum.“ Annar heimildarmaður rakti upprunann til þess að danskur maður, búsettur hérlendis, hafi átt í erfiðleikum með að segja „almáttugur minn“ og sagði eitthvað í líkingu við „alla malla“.

Að baki alla malla er án efa upphrópunin „almáttugur“ sem margir nota enn, einkum til að tjá aðdáun, undrun eða hræðslu. Ekki þótti hér áður fyrr rétt að leggja nafn Guðs við hégóma en almáttugur er í bænamáli mjög tengt því: almáttugur, góður Guð. Alla malla var því ágæt lausn.

Mynd:

...