Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Umboðsmaður barna

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:
Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta.

Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um stjórnarskrá). Í þessum reglum segir að maður þurfi að vera orðinn 18 ára og að vera íslenskur ríkisborgari til þess að mega kjósa forseta eða taka þátt í öðrum kosningum (Hér er hægt að skoða myndband um kosningar). Krakkar eru því ekki með svokallaðan kosningarétt og geta ekki tekið þátt í forsetakosningum.

Á Íslandi þarf að vera orðinn 18 ára til að mega kjósa.

Þessar reglur eru settar til þess að passa upp á það að þeir sem kjósa séu komnir með nógu mikla reynslu og þroska til þess að geta valið hver eigi að vera forseti. Þetta þýðir samt alls ekki börn eiga ekki að hafa nein áhrif á samfélagið. Börn eru mikilvægur hluti af samfélaginu og eiga rétt á því að hafa áhrif. Þau eru ekki skyldug til að tjá sig en þau eiga fullan rétt á því og þá er það skylda fullorðinna að hlusta á skoðanir barna og taka tillit til þeirra. Eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að hafa meiri áhrif. Áður en ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn á því alltaf að gefa þeim tækifæri til þess að tjá sig. Þetta kemur meðal annars fram í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Margir eru þeirrar skoðunar að það eigi að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ára aldur og gefa þannig eldri börnum tækifæri til þess að kjósa, til dæmis í forsetakosningum. Það er ýmislegt sem mælir með því að 16 ára börn fái kosningarétt, börn verða til dæmis sakhæf þegar þau eru orðin 15 ára og þurfa þannig að taka ábyrgð á gjörðum sínum og 16 ára byrja börn að greiða skatt til samfélagsins ef þau eru á vinnumarkaðinum eða vinna með skóla. Þannig að með auknum aldri og þroska fá börn aukna ábyrgð en geta ekki haft áhrif á samfélagið með því kjósa. Aftur á móti hafa ýmsir, sem eru ekki hlynntir því að kosningaraldurinn verði lækkaður, bent á að það eigi að leyfa börnum að njóta þess að vera börn og þau eigi því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málefnum fullorðinna.

Það er mikilvægt og gott fyrir samfélagið allt að heyra skoðanir barna. Börn eru jú sérfræðingar í því að vera börn og horfa oft á samfélagið með öðrum augum en hinir fullorðnu! © Kristinn Ingvarsson.

Viðhorf til barna eru alltaf að breytast. Í gamla daga var almennt talið að börn ættu að hlusta og hlýða en ekki tala og hafa áhrif. Sem betur fer hefur þetta breyst mikið á síðustu árum og fullorðið fólk er farið að átta sig á því að það er mikilvægt og gott fyrir samfélagið allt að heyra skoðanir barna. Börn eru jú sérfræðingar í því að vera börn og horfa oft á samfélagið með öðrum augum en hinir fullorðnu!

Myndir:

Hrafnkell spurði eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna má fólk ekki kjósa fyrr en það er orðið 18 ára? Hverjar eru helstu hætturnar sem felast í því ef kosningaaldur væri t.d. 16 ár?

Útgáfudagur

10.6.2016

Síðast uppfært

20.5.2019

Spyrjandi

Viktoría Sól Óladóttir, f. 2006, Hrafnkell Hallmundsson, Víkingur Ólfjörð Daníelsson

Tilvísun

Umboðsmaður barna. „Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72033.

Umboðsmaður barna. (2016, 10. júní). Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72033

Umboðsmaður barna. „Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72033>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?
Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta.

Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um stjórnarskrá). Í þessum reglum segir að maður þurfi að vera orðinn 18 ára og að vera íslenskur ríkisborgari til þess að mega kjósa forseta eða taka þátt í öðrum kosningum (Hér er hægt að skoða myndband um kosningar). Krakkar eru því ekki með svokallaðan kosningarétt og geta ekki tekið þátt í forsetakosningum.

Á Íslandi þarf að vera orðinn 18 ára til að mega kjósa.

Þessar reglur eru settar til þess að passa upp á það að þeir sem kjósa séu komnir með nógu mikla reynslu og þroska til þess að geta valið hver eigi að vera forseti. Þetta þýðir samt alls ekki börn eiga ekki að hafa nein áhrif á samfélagið. Börn eru mikilvægur hluti af samfélaginu og eiga rétt á því að hafa áhrif. Þau eru ekki skyldug til að tjá sig en þau eiga fullan rétt á því og þá er það skylda fullorðinna að hlusta á skoðanir barna og taka tillit til þeirra. Eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að hafa meiri áhrif. Áður en ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn á því alltaf að gefa þeim tækifæri til þess að tjá sig. Þetta kemur meðal annars fram í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Margir eru þeirrar skoðunar að það eigi að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ára aldur og gefa þannig eldri börnum tækifæri til þess að kjósa, til dæmis í forsetakosningum. Það er ýmislegt sem mælir með því að 16 ára börn fái kosningarétt, börn verða til dæmis sakhæf þegar þau eru orðin 15 ára og þurfa þannig að taka ábyrgð á gjörðum sínum og 16 ára byrja börn að greiða skatt til samfélagsins ef þau eru á vinnumarkaðinum eða vinna með skóla. Þannig að með auknum aldri og þroska fá börn aukna ábyrgð en geta ekki haft áhrif á samfélagið með því kjósa. Aftur á móti hafa ýmsir, sem eru ekki hlynntir því að kosningaraldurinn verði lækkaður, bent á að það eigi að leyfa börnum að njóta þess að vera börn og þau eigi því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málefnum fullorðinna.

Það er mikilvægt og gott fyrir samfélagið allt að heyra skoðanir barna. Börn eru jú sérfræðingar í því að vera börn og horfa oft á samfélagið með öðrum augum en hinir fullorðnu! © Kristinn Ingvarsson.

Viðhorf til barna eru alltaf að breytast. Í gamla daga var almennt talið að börn ættu að hlusta og hlýða en ekki tala og hafa áhrif. Sem betur fer hefur þetta breyst mikið á síðustu árum og fullorðið fólk er farið að átta sig á því að það er mikilvægt og gott fyrir samfélagið allt að heyra skoðanir barna. Börn eru jú sérfræðingar í því að vera börn og horfa oft á samfélagið með öðrum augum en hinir fullorðnu!

Myndir:

Hrafnkell spurði eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna má fólk ekki kjósa fyrr en það er orðið 18 ára? Hverjar eru helstu hætturnar sem felast í því ef kosningaaldur væri t.d. 16 ár?

...